Fara í efni

Húskaup á Garðarsbraut 44 Húsavík

Málsnúmer 201602119

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 1. fundur - 09.03.2016

Sveitarstjóri fór yfir samskipti sín við félag FEB varðandi húsnæðið á Garðarsbraut 44
ASS formaður FEB gerði grein fyirir aðdraganda málsins. EÁ kynnti erindi félagsins til nefndarinnar, sjá viðhengi.

Fyrir nefndinni liggur erindi frá Félagi eldri borgara á Húsavík um að Norðurþing tryggi greiðslur á láni sem félagið tekur vegna kaupa á húsnæði að Garðarsbraut 44.
Þann 24. nóvember 2015 var undirritaður samningur við FEB Húsavík sem tók gildi þann 1. janúar sl.
Um þjónustusamning er að ræða, ekki leigusamning. Samningurinn er ótímabundinn en uppsegjanlegur að hálfu beggja aðila með 6 mánaða fyrirvara. Áætlaður kostnaður vegna þjónustusamningsins er um 2 milljónir króna á ári. Styrkur til félagsins er einungis hluti af þeirri upphæð þar sem félagið leggur fram vinnu á móti. Styrkurinn felst í því að FEB Húsavík fær fullt umráð yfir hinu leigða húsnæði og getur einnig nýtt það á öðrum tíma en félagsstarfið fer fram.
Í samningnum felst að Norðurþing leggur FEB til full afnot af húsnæði, Snælandi (neðri hæð og kjallara), greiðir af því húsaleigu, rafmagn og hita. Ræstingarnar eru innifaldar í leigunni. Á móti tekur FEB Húsavík að sér þjónustu samkvæmt IX kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum á lögum um málefni aldraðra.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með kraft og frumkvæði félagsins og lýsir yfir vilja til að endurskoða þjónustusamning við næstu fjárhagsáætlunargerð. Þó er ljóst að til þess þarf aukið fjármagn inn í málaflokkinn. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs til umfjöllunar.

Byggðarráð Norðurþings - 169. fundur - 10.03.2016

Fyrir byggðaráði liggur erindi frá Félagi eldri borgara á Húsavík um að Norðurþing tryggi félaginu árlegan fjárstyrk til tryggingar á greiðslum á láni sem félagið tekur vegna kaupa á húsnæði að Garðarsbraut 44.
Byggðarráð tekur undir bókun félagsmálanefndar og lýsir yfir ánægju sinni með kraft og frumkvæði félagsins. Sveitarstjóra er falið að ræða við málsaðila og kanna mögulegar leiðir að aðkomu Norðurþings og leggja fyrir byggðarráð á ný.

Byggðarráð Norðurþings - 170. fundur - 21.03.2016

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Félagi eldri borgara á Húsavík um að Norðurþing tryggi félaginu árlegan fjárstyrk til tryggingar á greiðslum á láni sem félagið tekur vegna kaupa á húsnæði að Garðarsbraut 44. Erindið var fyrst lagt fyrir byggðarráð á 169. fundi ráðsins og sveitarstjóra falið að ræða við málsaðila og kanna mögulegar leiðir að aðkomu Norðurþings og leggja fyrir byggðarráð á ný.
Byggðarráð fagnar frumkvæði félagsins og mun leita leiða til að styðja við rekstur húsnæðisins við fjárhagsáætlunargerð ársins 2017.