Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

169. fundur 10. mars 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Örlygur Hnefill Örlygsson
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá
Örlygur Hnefill Örlygsson var á fundinum í gegnum síma

1.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Erni Sigurðssyni vegna nýs rektrarleyfis til sölu gistingar að Skógum 2

Málsnúmer 201603050Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Erni Sigurðssyni vegna nýs rektrarleyfis til sölu gistingar að Skógum 2
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

2.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Brynju Ósk Stefánsdóttur vegna rekstrarleyfis til sölu veitinga í Heimabakarí-Lenubæ

Málsnúmer 201603051Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Brynju Ósk Stefánsdóttur vegna endurnýjunar rekstrarleyfis til sölu veitinga í Heimabakarí-Lenubæ
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

3.Húskaup á Garðarsbraut 44 Húsavík

Málsnúmer 201602119Vakta málsnúmer

Fyrir byggðaráði liggur erindi frá Félagi eldri borgara á Húsavík um að Norðurþing tryggi félaginu árlegan fjárstyrk til tryggingar á greiðslum á láni sem félagið tekur vegna kaupa á húsnæði að Garðarsbraut 44.
Byggðarráð tekur undir bókun félagsmálanefndar og lýsir yfir ánægju sinni með kraft og frumkvæði félagsins. Sveitarstjóra er falið að ræða við málsaðila og kanna mögulegar leiðir að aðkomu Norðurþings og leggja fyrir byggðarráð á ný.

4.Framlög til stjórnmálasamtaka skv 5. gr. laga nr 162/2006

Málsnúmer 201603056Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga um að heildarupphæð til stjórnmálasamtka skv lögum nr 162/2006 verði kr. 400.000,- vegna ársins 2015 og kr 400.000,- vegna ársins 2016
Byggaðarráð samþykkir tillöguna

5.Velferðarnefnd: Til umsagnar 352. mál, frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum).

Málsnúmer 201603048Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, frá velferðarnefnd Alþingis, 352. mál, frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum)
Lagt fram til kynningar

6.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 275. mál, tillaga til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna.

Málsnúmer 201603025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál.
Lagt fram til kynningar

7.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar 32. mál, tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili

Málsnúmer 201603026Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 32. mál.

Lagt fram til kynningar

8.Velferðarnefnd: Til umsagnar 354. mál, tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun)

Málsnúmer 201603049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar, frá velferðarnefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál.

Lagt fram til kynningar

9.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, ósk um mætingu á fund nefndarinnar

Málsnúmer 201603052Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni til Norðurþings, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, um að mæta á fund nefndarinnar til að ræða 371. mál, Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur og verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu (sameining stofnana).
Sveitarstjóri mætir á fundinn fyrir hönd Norðurþings

10.835. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201603031Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð 835. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

11.836. fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201603027Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð 836. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

12.Samband íslenskra sveitarfélaga - Málþing um jafnrétti í sveitarfélögum

Málsnúmer 201603055Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, boð á málþing og námskeið um jafnrétti í sveitarfélögum
Lagt fram til kynningar

13.Ferðamálastofa boðar til fundar á Húsavík 17. mars um þróunarverkefni um endurskoðun upplýsingaveitu til ferðamanna

Málsnúmer 201603053Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar, frá Ferðamálastofu, boð á fund um þróunarverkefni um endurskoðun upplýsingaveitu til ferðamanna sem haldinn verður á Húsavík 17. mars
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.