Fara í efni

Félagsmálanefnd

1. fundur 09. mars 2016 kl. 14:30 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir formaður
  • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
  • Anna Ragnarsdóttir aðalmaður
  • Hróðný Lund aðalmaður
  • Kristrún Ýr Einarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Dögg Káradóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Fjölþætt heilsuefling sveitarfélaga - leið að farsælli öldrun

Málsnúmer 201603042Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kom á fundarins og kynnti verkefnið sem snýst um að koma á fót íhlutun í nokkrum sveitarfélögum á Íslandi sem snýr að fjölþættri heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa.
Nefndin óskar eftir að Janus Guðlaugsson kynni verkefnið ítarlega fyrir hagsmunaaðilum í sveitarfélagi. Sveitarstjóra er falið að halda viðræðum um verkefnið áfram við JG.

2.Mannauðsmál hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201603017Vakta málsnúmer

Dögg Káradóttir félagsmálastjóri er að fara í 6 mánaða veikindaleyfi. Díana Jónsdóttir mun leysa félagsmálastjóra af.

3.Öldungaráð Norðurþings

Málsnúmer 201603035Vakta málsnúmer

Formaður leggur fram drög að bréfi um öldungarráð til samþykktar.
Nefndin samþykkir framlagt erindi.

4.Erindisbréf félagsmálanefndar 2016

Málsnúmer 201603036Vakta málsnúmer

Formaður kynnir vinnu við erindisbréf nefndarinnar. Félagsmálastjóra falið að vinna drög að erindisbréfi.

5.Félagslegar íbúðir

Málsnúmer 201311005Vakta málsnúmer

Ósk um undanþágu frá búsetuskilyrðum skv. 3. gr. a. og b. liðar reglna um félagslegar íbúðir Norðurþings.
Fyrir nefndinni liggur ósk um undanþágu fyrir búsetuskilyrðum skv. 3.gr. a. og b. liðar reglna um félagslegar íbúðir.
Erindinu hafnað.

6.Málefni fatlaðra

Málsnúmer 200709183Vakta málsnúmer

Lög um málefni fatlaðra 59/1992 22.gr
Fyrir fundinum liggur erindi frá fjölskyldu sem nýtir sér skammtímavistun að bætt verði við einni helgi í mánuði þannig að ekki verði fleiri en 3 einstaklingar í einu svo allir hafi
sitt herbergi
Samkvæmt 22. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 þá skulu foreldrar eiga kost á skammtímavistun fyrir fötluð börn sín þegar þörf krefur. Á Húsavík er starfrækt skammtímavistun eina helgi í mánuði. Í húsnæðinu sem skammtímavistunin er rekin í eru 3 svefnherbergi. Lengst af hafa 3 einstaklingar nýtt þjónustuna en á haustmánuðum bættist fjórði einstaklingurinn við. Í skammtímavistuninni eru 2 drengir og 2 stúlkur.
Reynt er að þjónusta þær fjölskyldur sem þurfa á þessu úrræði að halda og þar sem við erum í litlu samfélagi verðum við að reyna að samnýta það sem við getum samnýtt.
Ekki er gert ráð fyrir auknu fjármagni í skammtímavistun árið 2016 því hafnar nefndin erindinu.

7.Verkefni í félagsþjónustu 2015

Málsnúmer 201603038Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir verkefni félagsþjónustunnar árið 2015

8.Húskaup á Garðarsbraut 44 Húsavík

Málsnúmer 201602119Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir samskipti sín við félag FEB varðandi húsnæðið á Garðarsbraut 44
ASS formaður FEB gerði grein fyirir aðdraganda málsins. EÁ kynnti erindi félagsins til nefndarinnar, sjá viðhengi.

Fyrir nefndinni liggur erindi frá Félagi eldri borgara á Húsavík um að Norðurþing tryggi greiðslur á láni sem félagið tekur vegna kaupa á húsnæði að Garðarsbraut 44.
Þann 24. nóvember 2015 var undirritaður samningur við FEB Húsavík sem tók gildi þann 1. janúar sl.
Um þjónustusamning er að ræða, ekki leigusamning. Samningurinn er ótímabundinn en uppsegjanlegur að hálfu beggja aðila með 6 mánaða fyrirvara. Áætlaður kostnaður vegna þjónustusamningsins er um 2 milljónir króna á ári. Styrkur til félagsins er einungis hluti af þeirri upphæð þar sem félagið leggur fram vinnu á móti. Styrkurinn felst í því að FEB Húsavík fær fullt umráð yfir hinu leigða húsnæði og getur einnig nýtt það á öðrum tíma en félagsstarfið fer fram.
Í samningnum felst að Norðurþing leggur FEB til full afnot af húsnæði, Snælandi (neðri hæð og kjallara), greiðir af því húsaleigu, rafmagn og hita. Ræstingarnar eru innifaldar í leigunni. Á móti tekur FEB Húsavík að sér þjónustu samkvæmt IX kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með síðari breytingum á lögum um málefni aldraðra.
Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með kraft og frumkvæði félagsins og lýsir yfir vilja til að endurskoða þjónustusamning við næstu fjárhagsáætlunargerð. Þó er ljóst að til þess þarf aukið fjármagn inn í málaflokkinn. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs til umfjöllunar.

9.Velferðarnefnd: Til umsagnar 352. mál, frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum).

Málsnúmer 201603048Vakta málsnúmer

Nefndin lýsir ánægju með framkomið frumvarp og gerir engar athugasemdir við það.

Fundi slitið - kl. 16:30.