Fara í efni

Fjölþætt heilsuefling sveitarfélaga - leið að farsælli öldrun

Málsnúmer 201603042

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 1. fundur - 09.03.2016

Sveitarstjóri kom á fundarins og kynnti verkefnið sem snýst um að koma á fót íhlutun í nokkrum sveitarfélögum á Íslandi sem snýr að fjölþættri heilsueflingu fyrir eldri aldurshópa.
Nefndin óskar eftir að Janus Guðlaugsson kynni verkefnið ítarlega fyrir hagsmunaaðilum í sveitarfélagi. Sveitarstjóra er falið að halda viðræðum um verkefnið áfram við JG.

Félagsmálanefnd - 2. fundur - 14.04.2016

Ljóst er að áætlaður kostnaður vegna verkefnisins á árinu 2016 rúmast innan fjárheimilda skv. fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Jafnframt er tryggt samstarf um framgang verkefnsins milli Norðurþings og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Að því gefnu að ríkið komi að fjármögnun verkefnsins með þeim hætti sem líst er má áætla að það hefjist í haust og þátttaka sveitarfélagsins miði að þeim aðstæðum og efnum sem lögð eru til grundvallar.
Nefndin samþykkir að taka þátt í verkefninu að því gefnu að áform ríkisins gangi eftir og verkefnið fái nauðsynlegt fjármagn.