Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

191. fundur 06. október 2016 kl. 16:00 - 18:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Soffía Helgadóttir 3. varamaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Beiðni Félags eldriborgara á Húsavík og nágrenni um fjárhagsstyrk til Norðurþings á árinu 2017

Málsnúmer 201609245Vakta málsnúmer

Á 190. fundi byggðarráðs lá fyrir ósk frá Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrennis um fjárstuðning árið 2017 vegna húsnæðiskaupa félagsins að Garðarsbraut 44. Samþykkt var að óska eftir fundi með stjórn félagsins.
Byggðarráð samþykkir stofnkostnaðarframlag upp á 2 milljónir.

2.Málefni nýrra íbúa

Málsnúmer 201509064Vakta málsnúmer

Málefni nýrra íbúa eru nú hýst undir æskulýðs og menningarsviði. Eins og staðan er í dag hittist samráðshópur á um 6 vikna fresti. Miðað við stöðuna í dag þá er ekkert fjármagn áætlað sérstaklega í vinnuhópinn. Hlutverk hópsins er fyrst og fremst að hittast og miðla upplýsingum. Á 4 fundi æskulýðs- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað: "Æskulýðs - og menningarnefnd hvetur byggðarráð til að taka til umræðu fyrirkomulag á móttöku nýrra íbúa í sveitarfélaginu. Leitað verði eftir samstarfi við fleiri aðila til að koma á fót starfi móttökustjóra nýrra íbúa."
Byggðarráð þakkar þeim aðilum sem hist hafa og rætt um móttöku nýrra íbúa fyrir gott verk og telur málið vera í góðum farvegi hjá Norðurþingi eins og staðan er í dag.

3.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201510113Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis fyrir Vatnajökulsþjóðgarð sem haldnir voru 14. júní 2016 og 28. september 2016.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar

4.Form og efni viðauka við fjárhagsáætlun

Málsnúmer 201610038Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Innanríkisráðuneytinu um form og efni viðauka við fjárhagsáætlun
Lagt fram til kynningar

5.Fundargerðir Dvalaheimils aldraðra 2016

Málsnúmer 201603063Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. frá 3. október sl.
Lagt fram til kynningar

6.Leigufélag hvamms ehf. - fundargerðir 2016

Málsnúmer 201603111Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Leigufélagsins Hvamms ehf. sem haldinn var 3. október sl.
Lagt fram til kynningar

7.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201605113Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að áætlun fyrir sameiginlegan kostnað, atvinnumál og brunamál vegna ársins 2017
Drögin eru lögð fram til kynningar

8.Hækkun mótframlags launagreiðenda í A deild Brúar lífeyrissjóðs

Málsnúmer 201610037Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Brú lífeyrissjóði þar sem tilkynnt var nauðsynleg fyrirhuguð hækkun á mótframlagi launagreiðenda í A deild.
Lagt fram til kynningar

9.Orkuveita Húsavíkur ohf - 154

Málsnúmer 1609009Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 154 fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur
Lagt fram til kynningar

10.Gatnagerðargjöld

Málsnúmer 201610039Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að breytingum á gatnagerðargjöldum vegna óbyggðra lóða á Húsavík
Byggðarráð leggur til við sveitarsjórn að veittur verði 100% afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir valdar lóðir þar sem útgjöld sveitarfélagsins vegna gatnagerðar eru minniháttar. Sveitarstjóra er falið að útfæra aðgerðina í samráði við skipulags- og byggingafulltrúa og leggja fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar.

11.Húsnæðismál í Norðurþingi

Málsnúmer 201602125Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir stöðu varðandi húsnæðismál á Húsavík

12.Leigufélag Hvamms ehf - greiðsla ábyrgðar

Málsnúmer 201610040Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Leigufélaginu Hvammi þar sem farið er fram á að Norðurþing geri upp ábyrgð félagsins við Íslandsbanka í tengslum við lækkun íbúðarlánasjóð á lánum félagsins við sjóðinn.
Byggðarráð samþykkir að greiða upp hlut Norðurþings í ábyrgðinni kr 3.814.500,-

13.Greið leið ehf. hlutafjáraukning

Málsnúmer 201610041Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Greiðri leið ehf um að Norðurþing nýti forkaupsrétt sinn að félaginu upp á 1.887.316,- á genginu 1,0
Byggðarráð samþykkir að nýta forkaupsrétt upp að 1.887.316,-.

Fundi slitið - kl. 18:50.