Fara í efni

Gatnagerðargjöld

Málsnúmer 201610039

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 191. fundur - 06.10.2016

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að breytingum á gatnagerðargjöldum vegna óbyggðra lóða á Húsavík
Byggðarráð leggur til við sveitarsjórn að veittur verði 100% afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir valdar lóðir þar sem útgjöld sveitarfélagsins vegna gatnagerðar eru minniháttar. Sveitarstjóra er falið að útfæra aðgerðina í samráði við skipulags- og byggingafulltrúa og leggja fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar.

Framkvæmdanefnd - 9. fundur - 12.10.2016

Fyrir fundinum liggur tillaga að veittur verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum ákveðinna lóða.
Framkvæmdanefnd samþykkir að veita 50% afslátt af eftirfarandi lóðum.

Lóðir sem um ræðir eru;
- Stakkholt 5 og 7.
- Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11.
- Urðargerði 5.
- Steinagerði 5.
- Lyngholt 26 til 32.
- Lynholt 42 til 48.
- Grundargarður 2.
Umræddar lóðir eru á Húsavík.

Afsláttur einbýlishúsa miðast við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2017.
Afsláttur fjölbýlishúss miðast við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2018.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 61. fundur - 18.10.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 191. fundi byggðarráðs Norðurþings:
"Byggðarráð leggur til við sveitarsjórn að veittur verði 100% afsláttur af gatnagerðargjöldum fyrir valdar lóðir þar sem útgjöld sveitarfélagsins vegna gatnagerðar eru minniháttar. Sveitarstjóra er falið að útfæra aðgerðina í samráði við skipulags- og byggingafulltrúa og leggja fyrir næsta fund skipulags- og umhverfisnefndar."
Fyrir sveitarstjórn liggur ennfremur eftirfarandi bókun frá 9. fundir framkvæmdanefndar Norðurþings:
"Framkvæmdanefnd samþykkir að veita 50% afslátt af eftirfarandi lóðum. Lóðir sem um ræðir eru; - Stakkholt 5 og 7. - Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11. - Urðargerði 5. - Steinagerði 5. - Lyngholt 26 til 32. - Lynholt 42 til 48. - Grundargarður 2. Umræddar lóðir eru á Húsavík. Afsláttur einbýlishúsa miðast við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2017. Afsláttur fjölbýlishúss miðast við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2018. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt."
Tillaga framkvæmdanefndar er samþykkt samhljóða.

Framkvæmdanefnd - 16. fundur - 27.04.2017

Fyrir framkvæmdanefn liggur tillaga að breytingu á gatnagerðargjöldum.
Framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að felld verði niður gatnagerðargjöld vegna lóða sem úthlutað var fyrir 1. febrúar 2006 sbr. staflið a) í 7. grein samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingaleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi.

Sveitarstjórn Norðurþings - 68. fundur - 02.05.2017

Á 16. fundi framkvæmdanefndar var eftirfarandi bókað:

"Framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að felld verði niður gatnagerðargjöld vegna lóða sem úthlutað var fyrir 1. febrúar 2006 sbr. staflið a) í 7. grein samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingaleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi."
Tillagan er samþykkt samhljóða.