Fara í efni

Framkvæmdanefnd

16. fundur 27. apríl 2017 kl. 14:30 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufullt
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Sameiginleg umræða framkvæmdanefndar og byggðaráðs um byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Húsavík
Erindinu vísað til sveitarstjórnar.

2.Framkvæmdaáætlun 2017

Málsnúmer 201606070Vakta málsnúmer

Til stóð að sveitarfélagið byggði upp salernisaðstöðu fyrir almenning á Húsavík.
Fyrir liggur að einkaaðilar munu koma upp salernisaðstöðu fyrir almenning á hafnarsvæðinu.
Framkvæmdanefnd fagnar framtakinu og sér ekki ástæðu til frekari aðkomu að þessu máli.

3.Gatnagerðargjöld

Málsnúmer 201610039Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefn liggur tillaga að breytingu á gatnagerðargjöldum.
Framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að felld verði niður gatnagerðargjöld vegna lóða sem úthlutað var fyrir 1. febrúar 2006 sbr. staflið a) í 7. grein samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingaleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi.

4.Ölver Þráinsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 201702174Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort breyta skuli gjaldskrá gatnagerðargjalda í þeim tilfellum þegar verið er að bæta við hús eða byggja bískúra eftir að gatnagerð er lokið.
Er þá verið að horfa til þess að helminga greiðslur m.v. gjaldskrá eða jafnvel að fella þær alveg niður.
Vísað í mál nr. 3.

5.Fundur með ferðaþjónustuaðilum

Málsnúmer 201704098Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að ákveða hvenær tímasetja eigi fund með ferðaþjónustuaðilum í Norðurþingi.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ákveða dagsetningu fundarins í maí.

Fundi slitið - kl. 16:30.