Fara í efni

Ölver Þráinsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Málsnúmer 201702174

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 14. fundur - 14.03.2017

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir bílskúr/geymslu að Brávöllum 7 skv. framlögðum teikningum eftir Örn Sigurðsson byggingartæknifræðing. Um er að ræða timburhús á steinsteyptum grunni, 33,4 m² að flatarmáli og 106,2 m³ að rúmmáli. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna fyrir byggingunni.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á bygginguna fyrir sitt leiti og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.

Byggðarráð Norðurþings - 211. fundur - 06.04.2017

Umsækjanda byggingarleyfis fyrir bílskúr var heimilað að byggja 33 m2 geymsluhús að Brávöllum 7 fyrr á árinu 2017. Útreiknuð gatnagerðargjöld vegna mannvirkisins eru tæplega 500.000,- kr. Er gjaldtakan til samræmis við gjaldskrá um gatnagerðarfjöld í Norðurþingi. Umsækjanda finnst gjaldtakan óþörf og ósanngjörn, "enda gatan löngu frágengin og ekki þörf á frekari gatnagerð vegna þessarar viðbyggingar" Umsækjandi óskar eftir niðurfellingu á gjaldinu, eða lækkunar til vara.
Byggðarráð þakkar bréfritara erindið. Erindinu er vísað til framkvæmdanefndar og óskar byggðarráð eftir því að endurskoðuð verði gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld viðbygginga í fullfrágengnum hverfum.

Framkvæmdanefnd - 16. fundur - 27.04.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort breyta skuli gjaldskrá gatnagerðargjalda í þeim tilfellum þegar verið er að bæta við hús eða byggja bískúra eftir að gatnagerð er lokið.
Er þá verið að horfa til þess að helminga greiðslur m.v. gjaldskrá eða jafnvel að fella þær alveg niður.
Vísað í mál nr. 3.