Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Atvinnumál - staða ýmissa verkefna
201703158
Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri ásamt Reinhard Reynissyni framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga koma á fundinn og fara yfir ýmis mál sem snúa að atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi. Þeir munu fara yfir tækifæri til þátttöku í verkefnum sem stuðla að auknum sýnileika atvinnulífsins í sveitarfélaginu og fleira því tengt.
2.Samtal og kynning á framtíðarsýn stjórnar á rekstri Björgunarsveitarinnar Garðars
201703102
Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar Björgunarsveitarinnar Garðars til að ræða stöðu sveitarinnar, fjármál og framtíðarsýn á rekstur sveitarinnar.
Á fundinn mættu fulltrúar Björgunarsveitarinnar Garðars: Júlíus Stefansson, formaður, Haukur Sigurgeirsson gjaldkeri og Almar Eggertsson. Þeir fóru yfir stöðu sveitarinnar í dag, rekstur, húsnæðismál og framtíðarhorfur.
Byggðarráð þakkar fulltrúum Björgunarsveitarinnar Garðars fyrir kynningu á starfi og stöðu sveitarinnar.
Byggðarráð telur brýnt að endurmetin verði þörf á viðbúnaði og aðstöðu vegna mögulegra björgunaraðgerða á Skjálfanda. Byggðarráð telur nauðsynlegt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á björgunarmálum ásamt þeim sem stunda fólksflutninga á sjó á flóanum leiti lausna um þær breyttu forsendur sem blasa við á svæðinu.
Byggðarráð þakkar fulltrúum Björgunarsveitarinnar Garðars fyrir kynningu á starfi og stöðu sveitarinnar.
Byggðarráð telur brýnt að endurmetin verði þörf á viðbúnaði og aðstöðu vegna mögulegra björgunaraðgerða á Skjálfanda. Byggðarráð telur nauðsynlegt að þeir aðilar sem bera ábyrgð á björgunarmálum ásamt þeim sem stunda fólksflutninga á sjó á flóanum leiti lausna um þær breyttu forsendur sem blasa við á svæðinu.
3.Málefni Skúlagarðs
201704036
Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur Skúlagarðs - fasteignafélags 2016 og boð á aðalfund Skúlagarðs þann 26. apríl 2017.
Til fundarins mætti Tryggvi Finnsson stjórnarformaður Skúlagarðs - fasteignafélags.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi, til vara Óli Halldórsson.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi, til vara Óli Halldórsson.
4.Uppbygging slökkvistöðvar
201701015
Á 15. fundi framkvæmdanefndar var eftirfarandi bókað varðandi mál 201701017 - Ný slökkvistöð á Húsavík - framvinda mála:
"Framkvæmdanefnd samþykkir að ljúka fullnaðarhönnun og gerð útboðsgagna fyrir nýja slökkvistöð til samræmis við fyrirliggjandi gögn frá Faglausn". Sveitarstjóri fer yfir fyrirliggjandi gögn um málið.
"Framkvæmdanefnd samþykkir að ljúka fullnaðarhönnun og gerð útboðsgagna fyrir nýja slökkvistöð til samræmis við fyrirliggjandi gögn frá Faglausn". Sveitarstjóri fer yfir fyrirliggjandi gögn um málið.
Fyrir liggur bókun framkvæmdanefndar um að fara í hönnun og gerð útboðsgagna fyrir nýja slökkvistöð. Byggðarráð leggur áherslu á að
a) við hönnunarvinnu verði skoðaðir til hlítar þeir valkostir sem komið hafa upp varðandi samnýtingu á húsinu.
b) unnið verði innan gildandi fjárhagsáætlunar 2017.
a) við hönnunarvinnu verði skoðaðir til hlítar þeir valkostir sem komið hafa upp varðandi samnýtingu á húsinu.
b) unnið verði innan gildandi fjárhagsáætlunar 2017.
5.Starfsmannamál
201704032
Fært í trúnaðarmálabók.
6.Öldungamót BLÍ vor 2018
201704014
Ósk um yfirlýsingu um samvinnu Blakdeildar Völsungs við sveitarfélagið liggur til afgreiðslu í byggðarráði til stuðnings umsókn deildarinnar um að halda Öldungamót BLÍ vorið 2018. Bréfritari f.h. blakdeildar Völsungs óskar eftir stuðningi Norðurþings við umsóknina, afnotum af íþróttahúsinu og jafnvel íþróttamannvirkjum á Kópaskeri og í Lundi ef með þarf.
Byggðarráð lýsir ánægju með umsókn Blakdeildar Völsungs og tekur jákvætt í þetta erindi. Vísað til æskulýðs- og menningarnefndar.
7.Ölver Þráinsson sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr
201702174
Umsækjanda byggingarleyfis fyrir bílskúr var heimilað að byggja 33 m2 geymsluhús að Brávöllum 7 fyrr á árinu 2017. Útreiknuð gatnagerðargjöld vegna mannvirkisins eru tæplega 500.000,- kr. Er gjaldtakan til samræmis við gjaldskrá um gatnagerðarfjöld í Norðurþingi. Umsækjanda finnst gjaldtakan óþörf og ósanngjörn, "enda gatan löngu frágengin og ekki þörf á frekari gatnagerð vegna þessarar viðbyggingar" Umsækjandi óskar eftir niðurfellingu á gjaldinu, eða lækkunar til vara.
Byggðarráð þakkar bréfritara erindið. Erindinu er vísað til framkvæmdanefndar og óskar byggðarráð eftir því að endurskoðuð verði gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld viðbygginga í fullfrágengnum hverfum.
8.Flugklasaverkefnið Air 66N
201503004
Fyrir byggðarráði liggur skýrsla flugklasans Air 66N, sem og erindi til sveitarstjórnar Norðurþings þess efnis að klasinn óskar eftir stuðningframlagi sem nemur 300 kr á hvern íbúa á ári í 2 ár (2018-2019), til að fjármagna starf verkefnastjóra.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
9.Umsókn um niðurfellingu fasteignaskatts
201704003
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá The Explorer Museum ses. á Húsavík þess efnis að fasteignaskattur verið felldur niður hjá safninu. Í erindinu er bent á að samkvæmt lögum 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga II. kafla 5.grein eru söfn og safnahús undanþegin fasteignaskatti. Til samræmis við umrætt ákvæði er það því ósk The Explorer Museum ses. að verða undanþegið greiðslu fasteignagjalda.
Með vísan til safnalaga (nr.141/2011) lítur byggðarráð svo á að niðurfelling fasteignagjalda nái eingöngu til viðurkenndra safna. Í ljósi þess að Könnunarsafnið telst ekki til viðurkenndra safna skv. Safnaráði telur byggðarráð sér ekki fært að verða við erindinu um niðurfellingu fasteignagjalda.
10.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga
201702033
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 848. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin er lögð fram.
11.Dvalarheimili aldraðra - Hvammur, fundargerðir 2017
201702089
Fundargerð DA frá 29.3.2017 liggur frammi til kynningar sem og viljayfirlýsing og erindi til velferðarráðuneytis og heilbrigðisráðherra um framtíðarskipan hjúkrunarmála aðildarsveitarfélaga DA í samstarfi við ríkið.
Fundargerðin er lögð fram.
12.Samtök orkusveitarfélaga, fundargerðir
201404074
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 29. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerðin er lögð fram.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að funda með Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga um aukið samstarf á milli Atvinnuþróunarfélagsins og Norðurþings.