Fara í efni

Umsókn um niðurfellingu fasteignaskatts

Málsnúmer 201704003

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 211. fundur - 06.04.2017

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá The Explorer Museum ses. á Húsavík þess efnis að fasteignaskattur verið felldur niður hjá safninu. Í erindinu er bent á að samkvæmt lögum 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga II. kafla 5.grein eru söfn og safnahús undanþegin fasteignaskatti. Til samræmis við umrætt ákvæði er það því ósk The Explorer Museum ses. að verða undanþegið greiðslu fasteignagjalda.
Með vísan til safnalaga (nr.141/2011) lítur byggðarráð svo á að niðurfelling fasteignagjalda nái eingöngu til viðurkenndra safna. Í ljósi þess að Könnunarsafnið telst ekki til viðurkenndra safna skv. Safnaráði telur byggðarráð sér ekki fært að verða við erindinu um niðurfellingu fasteignagjalda.