Fara í efni

Atvinnumál - staða ýmissa verkefna

Málsnúmer 201703158

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 210. fundur - 31.03.2017

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir ýmis mál tengd uppbyggingu á Bakka, uppbyggingu í ferðaþjónustu, fyrirhuguð áform um fiskeldi ofl. innan sveitarfélagsins. Jafnframt verður stefnumörkun sveitarfélagsins í atvinnumálum til umræðu.
Byggðarráð óskar eftir auknu samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um atvinnumál sveitarfélagsins, þar meðtalið þróunarvinnu og eftirfylgni einstakra verkefna.

Byggðarráð Norðurþings - 211. fundur - 06.04.2017

Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri ásamt Reinhard Reynissyni framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga koma á fundinn og fara yfir ýmis mál sem snúa að atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi. Þeir munu fara yfir tækifæri til þátttöku í verkefnum sem stuðla að auknum sýnileika atvinnulífsins í sveitarfélaginu og fleira því tengt.
Á fundinn mættu Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri og Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Þeir fóru yfir þau verkefni sem eru í gangi í sveitarfélaginu og önnur verkefni sem eru í farvatninu og tækifæri sem felast í þeim.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að funda með Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga um aukið samstarf á milli Atvinnuþróunarfélagsins og Norðurþings.

Byggðarráð Norðurþings - 217. fundur - 15.06.2017

Reinhard Reynisson kemur á fundinn og ræðir um atvinnumál og stefnu í þeim málum til framtíðar á svæðinu.
Undanfarið hafa verið til skoðunar ýmsar hugmyndir um útfærslu stoðkerfis atvinnumála, m.a. hvort fýsilegt sé að auka samrekstur annað hvort innan Héraðsnefndar Þingeyinga bs. eða á Eyþingssvæðinu með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Byggðarráð fer með atvinnumál í stjórnsýslu Norðurþings.
Byggðarráð telur kosti sameiningar atvinnuþróunarfélaganna og Eyþings ekki vega upp þá galla sem af því hlýst og mun ekki skoða þann kost frekar að svo stöddu. Nálægð við viðfangsefnið, þ.e. atvinnulíf og frumkvöðla á hverju svæði, er ein meginforsenda árangursríks starfs í atvinnuþróun og því vænlegast að vinna áfram með stofnanakerfi sem nýtir best þessa nálægð. Lögð verði mikil áhersla á áframhaldandi gott og traust samstarf við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Eyþing.
Byggðarráð telur hins vegar fýsilegan kost að fella starfsemi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga undir Héraðsnefnd Þingeyinga bs. og starfrækja félagið í því formi við hlið annarra samstarfsverkefna þingeyskra sveitarfélaga. Fulltrúaráð Héraðsnefndar Þingeyinga bs. hefur þegar samþykkt að fara þessa leið.

Sveitarstjóra er falið að koma afstöðu Norðurþings á framfæri við hlutaðeigandi og koma málinu í framkvæmd.