Fara í efni

Framkvæmdanefnd

9. fundur 12. október 2016 kl. 16:00 - 19:47 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Arnar Guðmundsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Starfsmaður á framkvæmdasviði
Dagskrá
Inn á fundinn komu:
Gunnlaugur Aðalbjarnarson, fjármálastjóri
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri
Smári Jónas Lúðvíksson, garðyrkjustjóri
Guðmundur Magnússon, dreifbýlisfulltrúi

1.Brothættar byggðir: Öxarfjörður í sókn

Málsnúmer 201610047Vakta málsnúmer

Silja Jóhannesdóttir verkefnisstjóri kemur á fund og kynnir verkefnið Öxarfjörður í sókn sem sett var af stað í upphafi árs 2016. Eitt af markmiðum verkefnisins er að kynna það í öllum nefndum sveitarfélagsins.
Silja fór yfir verkefni sem tengjast sviði nefndarinnar.

Verkefnið má sjá á http://www.atthing.is/samstarfsverkefni/brothaettar-byggdir/oxarfjordur-i-sokn/

Nefndin þakkar Silju Jóhannesdóttur fyrir kynninguna.

2.Almennt um sorpmál 2016

Málsnúmer 201601086Vakta málsnúmer

Smári Jónas Lúðvíksson garðyrkjustjóri kemur á fund og fer yfir ýmis atriði sem tengjast sorpmálum.
Smári kynnti magntölur vegna sorpförgunar. Ljóst að markmið í sorpmálum hafa ekki náðst miðað við magntölur og ekki tekist að lækka gjaldskrá.

Smári kynnti hugmyndir til að draga úr kostnaði fyrir sveitarfélagið, auka ábyrgð íbúa varðandi málaflokkinn og draga úr förgun.

3.Merkingar stofnana Norðurþings

Málsnúmer 201610005Vakta málsnúmer

Á fundi framkvæmdanefndar 15.06.16 var samþykkt að merkja þær stofnanir sveitarfélagsins sem ómerktar eru hið fyrsta.
Borist hefur tillaga frá Árnasynir slf. í Reykjavík og liggur hún fyrir fundinum.
Farið yfir tillögur að merkingum stofnana sveitarfélagsins.

Verður lagt fyrir nefndina að nýju.

4.Sorpsamþykkt Norðurþings 2016

Málsnúmer 201601076Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Norðurþingi.
Farið yfir drög að sorphirðusamþykkt. Stefnt að því að taka fyrir og afgreiða á næsta fundi nefndarinnar.

5.Samningar um refa- og minkaveiðar

Málsnúmer 201609259Vakta málsnúmer

Guðmundur Magnússon, sem hefur séð um utanumhald og skýrslugerð varðandi málaflokkinn, kemur á fundinn og gerir grein fyrir stöðu mála.
Sveitarfélagið hefur framlengt á hverju ári samninga við veiðimenn um veiðar. Kostnaður sveitarfélagsins við minkaveiðar nemur um 4,5 milljónum og um 5 milljónir við refaveiðar. Kostnaðarþátttaka ríkisins er aðeins um 600 þús. kr.

Sveitarfélagið hefur staðið sig vel varðandi þennan málaflokk en óskar eftir því að refa- og minkaeyðing verði tekin upp hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með kostnaðarþátttöku og eftirlit að hálfu ríksins í huga. Nefndin felur framkvæmdafulltrúa að fylgja málinu eftir.

Nefndin felur framkvæmdafulltrúa að fara yfir og samræma reglur um refa- og minkaeyðingu

6.Ósk um úrbætur á Grundargarði 3

Málsnúmer 201609293Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf til nefndarinnar frá, Bergljótu Jónsdóttur, leigutaka íbúðar sveitarfélagsins að Grundargarði 3. Leigutaki er ósáttur við hækkun húsaleigu án þess að endurbætur séu gerðar á íbúðinni.
Nefndin hækkaði á sínum tíma leigu á sínum íbúðum til samræmis við það sem almennt gerist á húsvískum leigumarkaði.

Dregið hefur úr viðhaldi við fasteignir í sveitarfélaginu en nefndin telur leiguverð í samræmi við húsnæðið sem um ræðir.

7.Erindi frá íbúum Stakkholts varðandi gangstétt

Málsnúmer 201609233Vakta málsnúmer

Í erindinu óska íbúar eftir því að ekki verði gras við götu í tengslum við gangstéttina heldur verði bara svæði til að leggja bílum.
Þegar hefur verið brugðist við erindinu með óskir íbúa í huga.

8.Norðurþing plastpokalaust samfélag

Málsnúmer 201609312Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Helenu Eydísi Ingólfsdóttur, Sesselju Guðrúnu Sigurðardóttur, Þorkeli Björnssyni og Þorkeli L. Þórarinssyni þar sem skorað er á sveitarstjórn Norðurþings að gera sveitarfélagið að plastpokalausu samfélagi frá og með 1. janúar 2017.
Nefndin vísar erindinu til sveitarstjórnar.

9.Umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing

Málsnúmer 201509047Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi framkvæmdanefndar voru drög að umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing, unnin af Grími Kárasyni lögð fram en afgreiðslu var frestað til næsta fundar.

Farið yfir drög að umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing. Nefndin felur framkvæmda-og þjónustufulltrúa að taka tillit til athugasemda nefndarmanna.
- taka þarf aukið tillit til gangandi og hjólandi umferðar þannig að sú umferð fái aukið vægi t.d. varðandi skipulag göngu- og hjólreiðastíga.
- fara þarf í samstarf við Vegagerðina um þá þætti sem snúa að þátttöku hennar í skipulagi og kostnaði.
- kannaður verði sá möguleiki að starfsmenn sveitarfélagsins sem mæta til vinnu sinnar með umhverfisvænum hætti, s.s. gangandi eða hjólandi fá umbun með einhverjum hætti.
- uppfæra og endurskoða hámarkshraða.

Nefndin samþykkir drögin enda lifandi skjal í stöðugri mótun.

10.Framkvæmdasvið - Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201609109Vakta málsnúmer

Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri fer yfir drög að fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs vegna ársins 2017.
Gunnlaugur Aðalbjarnarson fór yfir tillögur að úthlutun fjárhagsramma fyrir árið 2017.

Framkvæmdanefnd óskar eftir að ramminn verði aukinn um 37 milljónir sem skiptast þannig;
- 5 millj. vegna sorphirðu
- 20 millj. vegna viðhalds
- 5 millj. vegna umhverfismála
- 7 millj. vegna samgangna

11.Fráveitusamþykkt 2016

Málsnúmer 201610060Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lliggja tvær tengdar tillögur.
Annars vegar að nýrri "Samþykkt um fráveitur í sveitarfélaginu Norðurþingi"
Hins vegar um að Norðurþing gerist aðili að "Samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, að undanteknum Húsavíkurbæ" nr. 671 frá 1. september 2003.Tryggvi Jóhannsson fór yfir tillögu að fráveitusamþykkt.

Framkvæmdanefnd samþykkir samþykktina eins og hún kemur fyrir með áorðnum breytingum og óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar.

Jafnaframt leggur nefndin til við sveitarstjórn að sveitarfélagið gerist aðili að "Samþykkt um hreinsun og losun rotþróa á starfssvæði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, að undanteknum Húsavíkurbæ".

12.Endurnýjun þjónustumiðstöðvar 2016

Málsnúmer 201602100Vakta málsnúmer

Undir þessum lið eru ýmis mál tengd þjónustumiðstöð Norðurþings á Húsavík svo sem húsnæðismál, verkefni og fleira.
Farið yfir stöðu málsins. Taka verður tillit til mögulegra framkvæmda til samþættingar starfsemi þjónustumiðstöðvar og OH ohf. í fjárhagsáætlun 2017.

13.Gatnagerðargjöld

Málsnúmer 201610039Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að veittur verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum ákveðinna lóða.
Framkvæmdanefnd samþykkir að veita 50% afslátt af eftirfarandi lóðum.

Lóðir sem um ræðir eru;
- Stakkholt 5 og 7.
- Lyngbrekka 6, 8, 9 og 11.
- Urðargerði 5.
- Steinagerði 5.
- Lyngholt 26 til 32.
- Lynholt 42 til 48.
- Grundargarður 2.
Umræddar lóðir eru á Húsavík.

Afsláttur einbýlishúsa miðast við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2017.
Afsláttur fjölbýlishúss miðast við að húsnæði verði fokhelt fyrir lok árs 2018.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:47.