Fara í efni

Samningar um refa- og minkaveiðar

Málsnúmer 201609259

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 9. fundur - 12.10.2016

Guðmundur Magnússon, sem hefur séð um utanumhald og skýrslugerð varðandi málaflokkinn, kemur á fundinn og gerir grein fyrir stöðu mála.
Sveitarfélagið hefur framlengt á hverju ári samninga við veiðimenn um veiðar. Kostnaður sveitarfélagsins við minkaveiðar nemur um 4,5 milljónum og um 5 milljónir við refaveiðar. Kostnaðarþátttaka ríkisins er aðeins um 600 þús. kr.

Sveitarfélagið hefur staðið sig vel varðandi þennan málaflokk en óskar eftir því að refa- og minkaeyðing verði tekin upp hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með kostnaðarþátttöku og eftirlit að hálfu ríksins í huga. Nefndin felur framkvæmdafulltrúa að fylgja málinu eftir.

Nefndin felur framkvæmdafulltrúa að fara yfir og samræma reglur um refa- og minkaeyðingu

Skipulags- og framkvæmdaráð - 55. fundur - 14.01.2020

Kostnaður ársins 2019 vegna refa- og minkaveiða, lagður fram til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Lagt fram til kynningar.