Fara í efni

Umferðaröryggsáætlun fyrir Norðurþing

Málsnúmer 201509047

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 62. fundur - 16.09.2015

Lagt er til að Grímur Kárason taki að sér að kalla saman aðila og stýri gerð á umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing. Um er að ræða töluvert umfangsmikið verk sem mörg sveitafélög hafa farið í gegnum.
Lagt fram til kynningar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 63. fundur - 14.10.2015

Grímur Kárason kynnir stuttlega stöðu þessa máls og næstu skref.
Grímur Kárason kynnti drög að nýrri umferðaröryggisáætlun.

Framkvæmdanefnd - 4. fundur - 11.05.2016

Kynning á vinnu sem lokið er við gerð umferðaröryggisáætlunar Norðurþings
Grímur Kárason kynnti stöðuna á vinnu við umferðaröryggisáætlun Norðurþings.

Framkvæmdanefnd - 8. fundur - 14.09.2016

Fyrir fundinum liggja drög að umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing unnin af Grími Kárasyni.
Framkvæmdanefnd fór yfir drögin og frestar afgreiðslu þeirra til næsta fundar nefndarinnar.

Framkvæmdanefnd - 9. fundur - 12.10.2016

Á síðasta fundi framkvæmdanefndar voru drög að umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing, unnin af Grími Kárasyni lögð fram en afgreiðslu var frestað til næsta fundar.

Farið yfir drög að umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing. Nefndin felur framkvæmda-og þjónustufulltrúa að taka tillit til athugasemda nefndarmanna.
- taka þarf aukið tillit til gangandi og hjólandi umferðar þannig að sú umferð fái aukið vægi t.d. varðandi skipulag göngu- og hjólreiðastíga.
- fara þarf í samstarf við Vegagerðina um þá þætti sem snúa að þátttöku hennar í skipulagi og kostnaði.
- kannaður verði sá möguleiki að starfsmenn sveitarfélagsins sem mæta til vinnu sinnar með umhverfisvænum hætti, s.s. gangandi eða hjólandi fá umbun með einhverjum hætti.
- uppfæra og endurskoða hámarkshraða.

Nefndin samþykkir drögin enda lifandi skjal í stöðugri mótun.

Sveitarstjórn Norðurþings - 61. fundur - 18.10.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun 9. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings:
"Farið yfir drög að umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing. Nefndin felur framkvæmda-og þjónustufulltrúa að taka tillit til athugasemda nefndarmanna. - taka þarf aukið tillit til gangandi og hjólandi umferðar þannig að sú umferð fái aukið vægi t.d. varðandi skipulag göngu- og hjólreiðastíga. - fara þarf í samstarf við Vegagerðina um þá þætti sem snúa að þátttöku hennar í skipulagi og kostnaði. - kannaður verði sá möguleiki að starfsmenn sveitarfélagsins sem mæta til vinnu sinnar með umhverfisvænum hætti, s.s. gangandi eða hjólandi fá umbun með einhverjum hætti. - uppfæra og endurskoða hámarkshraða. Nefndin samþykkir drögin enda lifandi skjal í stöðugri mótun."
Til máls tóku: Hjálmar, Kristján, Kjartan, Óli, Olga, Soffía og Erna.

Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi umferðaröryggisáætlun fyrir Norðurþing.