Fara í efni

Framkvæmdanefnd

4. fundur 11. maí 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Arnar Guðmundsson aðalmaður
  • Björn Víkingur Björnsson varamaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Pétur Vopni Sigurðsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Handverkshópurinn Kaðlín, húsnæðismál félagsins

Málsnúmer 201509112Vakta málsnúmer

Handverkshópurinn Kaðlín óskar eftir úrlausnum húsnæðismála í haust.
Framkvæmdanefnd vísar erindinu til byggðaráðs.

2.Viðhald á Borgarhólsskóla

Málsnúmer 201602129Vakta málsnúmer

Taka þarf afstöðu til tilboðs í endurnýjun á þaki Borgarholtsskóla.
Aðeins eitt tilboð barst í verkið.
Ákveðið að hafna tilboðinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsramma.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að endurskoða viðhaldsþörfina og ræða við tilboðsgjafa um framkvæmd á ákveðnum verkþáttum sem þá rúmast innan fjárhagsramma.

3.Erindi vegna tjóns á bifreiðinni SD-691

Málsnúmer 201604114Vakta málsnúmer

Erindi frá Sigurbjörgu Jóhannesdóttur varðandi tjón á bifreiðinni SD-691. Farið er fram á að Norðurþing greiði tjón á bifreiðinni.
Framvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vísa málinu til tryggingarfélags sveitarfélagsins og fá þar úr því skorið hvort tjónið sé bótaskylt.

4.Erindi frá Blakdeild: Þjálfaramál meistarflokks kvenna

Málsnúmer 201604167Vakta málsnúmer

Blakdeildin óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið í húsnæðismálum á sambærilegum nótum og dæmi eru um varðandi knattspyrnuþjálfara/leikmann Völsungs þannig að sveitarfélagið leggði til íbúð á sanngjörnu leiguverði fyrir fjölskylduna a.m.k. tímabundið meðan fólkið er að koma sér fyrir.
Framkvæmdanefnd vísar erindinu til byggðarráðs.

5.Varðar málefni fjáreigenda á Húsavík

Málsnúmer 201604105Vakta málsnúmer

Fjáreigendafélag Húsavíkur hefur óskað eftir fundi til að ræða málefni félagsins.
Nefndin þakkar fyrir bréfið. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að boða til fundar með Fjáreigendafélagi Húsavíkur.

6.Tæming rotþróa dreifbýli NÞ

Málsnúmer 201602104Vakta málsnúmer

Vinna þarf nýja fráveitusamþykkt uppúr þeim samþykktum sem fyrirliggjand eru og fá hana samþykkta og auglýsta.
Óska skal eftir tilboðum frá þeim aðilum sem sinna tæmingu, í að tæma allar rotþrær í Reykjahverfi. Nota skal tilboðið sem grunn að fráveitugjaldi sem húseigendur verðar rukkaðir um.
Sveitafélagið leitast við að ná sem hagstæðustu verðum í losanir og losun verður boðin allsstaðar í sveitafélaginu.
Með þessu móti fæst ákjósanleg leið til að tryggja íbúum sem ódýrasta þjónustu.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna að fráveitusamþykkt fyrir sveitarfélagið í samræmi við lýsingu og leggja fyrir næsta fund.

7.Umferðaröryggsáætlun fyrir Norður-Þing

Málsnúmer 201509047Vakta málsnúmer

Kynning á vinnu sem lokið er við gerð umferðaröryggisáætlunar Norðurþings
Grímur Kárason kynnti stöðuna á vinnu við umferðaröryggisáætlun Norðurþings.

8.Malbikun Ketilsbraut við hótel

Málsnúmer 201605077Vakta málsnúmer

Skoða þarf hvort rétt sé að malbika Ketilsbraut við hótel samfara framkvæmdum hjá húseiganda. Farið hefur verið fram á það við sveitafélagið að það nýti það tækifærið og malbiki á sinn kostnað götuna fyrir framan hótelið.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að láta framkvæma verkið.

Fundi slitið - kl. 18:00.