Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Húsnæðismál í Norðurþingi
201602125
Sveitarstjóra er falið að leggja fram tillögu um breytingu á húsaleigu íbúðarhúsnæðis í eigu sveitarfélagsins til að standa undir rekstrarkostnaði eignanna.
2.Upplýsingar frá Mílu vegna ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga
201609198
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Mílu þar sem félagið lýsir yfir áhuga á samstarfi við Norðurþing um lagningu ljósleiðara í dreifbýli.
Bréfið er lagt fram
3.Alþingiskosningar 2016 - utankjörfundaratkvæðagreiðsla
201609201
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem farið var yfir reynslu á þátttöku sveitarfélaga í utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosningarnar síðastliðið sumar.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með hversu vel tóskst til með utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna forsetakosninga 2016 og tekur jákvætt í að atkvæðagreiðslan verði með sama sniði vegna Alþingsiskosninga.
4.Framkvæmd laga um almennar íbúðir
201609203
Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Íbúðalánasjóði þar sem kynnt er framkvæmd laga um almennar íbúðir.
Kynningin er lögð fram
5.Varðandi kjörskrá v/Alþingiskosningar 2016
201609230
Fyrir byggðarráði liggur tölvupóstur frá Þjóðskrá Íslands um framkvæmd uppfærslu á kjörskrá fyrir Alþingiskosningar 29. október 2016
Lagt fram til kynningar
6.Beiðni Félags eldriborgara á Húsavík og nágrenni um fjárhagsstyrk til Norðurþings á árinu 2017
201609245
Fyrir byggðarráði liggur ósk frá Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrennis um fjárstuðning árið 2017 vegna húsnæðiskaupa félagsins að Garðarsbraut 44.
Byggðarráð óskar eftir fundi með stjórn Félags eldri borgara á Húsavík og nágrennis um rekstur húsnæðisins
7.Markaðsstofa Norðurlands - Samstarfssamningur 2016-2018
201609261
Fyrir byggðarráði liggur kynning á starfsemi Markaðsstofu Norðurlands ásamt drög að samstarfssamningi milli Norðurþings og markaðsstofunnar.
Byggðarráð óskar eftir fundi með Markaðsstofunni um þjónustu stofunnar fyrir sveitarfélagið
8.Eftirlitsnefnd með fjámálum sveitarfélaga - fyrirspurn
201609030
Fyrir byggðarráði liggja drög að svari við fyrirspurn frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda bréfið til eftirlitsnefndarinnar.
Fundi slitið - kl. 18:50.