Fara í efni

Eftirlitsnefnd með fjámálum sveitarfélaga - fyrirspurn

Málsnúmer 201609030

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 188. fundur - 08.09.2016

fyrir byggðarráði liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er eftir útskýringum sveitarstjórnar á frávikum frá rekstri fyrir árið 2015 í samanburði við fjárhagsáætlun ásamt upplýsingum um fyrirhugaðar aðgerðir til hagræðingar í rekstri. Þá er óskað eftir upplýsingum um samþykkta viðauka og skammtímakröfur gagnvart eigin fyrirtækjum.
Sveitarstjóra falið að semja svar við bréfinu og leggja fyrir byggðarráð

Byggðarráð Norðurþings - 190. fundur - 29.09.2016

Fyrir byggðarráði liggja drög að svari við fyrirspurn frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda bréfið til eftirlitsnefndarinnar.

Byggðarráð Norðurþings - 198. fundur - 01.12.2016

Fyrir byggðarráði liggja viðbrögð við svari sem Norðurþings sendi Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga í framhaldi af könnun nefndarinnar á ársreikningi 2015. Niðurstaða nefndarinnar er að óska ekki eftir frekari upplýsingum vegna fyrirspurnarinnar en leggur áherslu á nauðsyn þess að ná jákvæðri rekstrarniðurstöðu. Nefndin hvetur sveitarfélagið að leita allra leiða að því takmarki, bæði fyrir A-hluta og B-hluta.
Bréfið er lagt fram