Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

167. fundur 26. febrúar 2016 kl. 08:15 - 10:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
  • Sif Jóhannesdóttir 1. varamaður
  • Soffía Helgadóttir 3. varamaður
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Uppsetning á búnaði til eyðingar á áhættuvefjum úr sláturdýrum, Kópasker-beiðni um umsögn

Málsnúmer 201602043Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Skipulagsstofnun þar sem óskað er umsagnar Norðurþings varðandi uppsetningu á búnaði til eyðingar á áhættuvefjum úr sláturdýrum á Kópaskeri
Lagt fram til kynningar

2.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 296. mál - frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)

Málsnúmer 201602108Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd 296. mál - frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)
Lagt fram til kynningar

3.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis: Til umsagnar 219. mál, frumvarp til til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða).

Málsnúmer 201602109Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd 219. mál, frumvarp til til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða)
Lagt fram til kynningar

4.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar 150. mál, tillaga til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar.

Málsnúmer 201602110Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd 150. mál, tillaga til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar.
Lagt fram til kynningar

5.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra 2016

Málsnúmer 201602069Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 3. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar

6.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra, fundargerðir 2015

Málsnúmer 201502079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 15. desember og 13. janúar.
Lagt fram til kynningar

7.Húsnæðismál í Norðurþingi

Málsnúmer 201602125Vakta málsnúmer

Byggðarráð felur sveitarstjóra að stofna vinnuhóp um húsnæðismál á Húsavík í tengslum við nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis á staðnum. Hópnum er ætlað að vinna þarfagreiningu og móta stefnu um húsnæðismál sem lögð verður fyrir byggðarráðsfundi næstu vikna.

8.Samantekt - Íbúaþing í Öxarfirði

Málsnúmer 201602079Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar samantekt eftir íbúafund í Lundi í Öxarfirði frá 16. og 17. janúar sl.
Lagt fram til kynningar

9.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 201602111Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá kjörnefnd Lánasjóð sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins
Lagt fram

10.Skipurit Norðurþings

Málsnúmer 201602126Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að nýju skipuriti fyrir Norðurþing
Lagt fram til kynningar

11.Landvernd-Beiðni um gögn um mengandi starfsemi á Bakka

Málsnúmer 201602064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Landvernd þar sem óskað er eftir aðgengi að gögnum er lúta að mengandi losun í andrúmsloftið.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu

12.Umhverfis- og samgöngunefnd 328. mál - notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik og íþróttavöllum

Málsnúmer 201602087Vakta málsnúmer

Kjartan Páll Þórarinsson fór yfir málið og honum falið að skila inn umsögn til nefndarsviðs Alþingis vegna þingsályktunartillögu um bann við notkun dekkjakurls á íþróttavöllum, 328. máls.

Fundi slitið - kl. 10:00.