Byggðarráð Norðurþings

186. fundur 25. ágúst 2016 kl. 16:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Hlutafjáraukning Fjallalambs

201608044

Á fund byggðarráðs mættu Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs hf. og Benedikt Kristjánsson formaður stjórnar félagsins.
Gestum er þökkuð koman og greinagóðar upplýsingar, málinu frestað til næstu viku

2.Gentle Giants-Hvalaferðir ehf óska eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um kaup á Flókahúsi

201608074

Á fund byggðarráðs mætti Stefán Guðmundsson forstjóri Gentle Giands Whase Watching
Gesti er þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar

3.Beiðni um tilnefningu fulltrúa í samstarfshóp stjórnvalda um endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Mývatn og Laxá

201608080

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá Umhverfisstofnun um að Norðurþing tilnefni fulltrúa í samstarfshóp stjórnvalda vegna endurskoðunar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Mývatn og Laxá.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Jón Helga Björnsson í samstarfshópinn

4.Rannsóknastöðinni Rif á Raufarhöfn - Fréttir

201608097

Fyrir byggðarráði liggur fréttabréf frá Rannsóknarstöðinni Rif á Raufarhöfn frá ágúst 2016
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með starfsemi rannsóknarmiðstöðvarinnar

5.Styrkbeiðni v/uppbyggingar fjárréttar

201608125

Fyrir byggðarráði liggur styrkbeiðni frá Búnaðarfélagi Keldhverfinga vegna uppbygginar nýrrar fjárréttar í Kelduhverfi.
Byggðarráð samþykkir að styðja verkefnið um kr. 200.000,-

6.Lagning ljósleiðara til Raufarhafnar

201603128

Fyrir byggðarráði liggja drög að útboði fyrir rekstur ljósleiðarans
Lagt fram til kynningar

7.Húsnæðismál í Norðurþingi

201602125

Fyrir byggðarráði liggur greinargerð frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um áhrif nýrra húsnæðislaga á sveitarfélög
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 19:00.