Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

175. fundur 03. maí 2016 kl. 16:00 - 18:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Húsnæðismál í Norðurþingi

Málsnúmer 201602125Vakta málsnúmer

Kristján fór yfir vinnu húsnæðisnefndar og drög að skýrslu sem Alta hefur skilað. Málið verður kynnt á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.

2.Ályktun aðalfundar Veiðifélags Laxár og Krákár

Málsnúmer 201605006Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ályktun frá aðalfundi Veiðifélags Laxár og Krákár þar sem fram koma þungar áhyggjur félagsmanna af ástandinu í lífríki Laxár og Mývatns. Félagsmenn fara þess á leit að sveitarstjórnir beiti sér fyrir því að rannsóknir á svæðinu verði efldar og stuðli að því að gripið verði til þeirra aðgerða sem að gagni mega koma.
Byggðarráð tekur heils hugar undir ályktun Veiðifélags Laxár og Krákar og ítrekar jafnframt fyrri ályktanir Norðurþings um málið. Hnignun vistkerfis Mývatns af manna völdum getur haft mjög miklar afleiðingar niður með allri Laxá, bæði á umhverfi og atvinnustarfsemi.

3.Aðalfundur Skúlagarðs fasteignafélags ehf 2016

Málsnúmer 201604031Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársreikningur 2015 og fundargerð aðalfundar Skúlagarðs fasteignafélags ehf 2016
Lagt fram til kynningar

4.Grundargarður 5-301 sala

Málsnúmer 201603127Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tilboð í íbúð 301 að Grundargarði 5
Kristján vék af fundi undir þessum lið

Byggðarráð samþykkir að gera gagntilboð sem hljóðar upp á sömu greiðslu en kaupandi taki á sig áfallna skuld og kvaðir vegna viðgerða á húsinu.

5.Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 2016

Málsnúmer 201605007Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á aðalfund Greiðra leiða ehf. sem haldinn verður 10. maí nk. á Akureyri.
Lagt fram til kynningar
Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór Magnússon sem fulltrúa Norðurþings á fundinum og Gunnlaug Aðalbjarnarson til vara.

6.Leigufélag hvamms ehf. - fundargerðir 2016

Málsnúmer 201603111Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Leigufélags Hvamms ehf frá 19. apríl og 26. janúar
Lagt fram til kynningar

7.Fundargerðir Dvalaheimils aldraðra 2016

Málsnúmer 201603063Vakta málsnúmer

Fyrrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra frá 26. janúar og 19. apríl
Lagt fram til kynningar

Byggðarráð óskar eftir að vera upplýst um samskipti Dvalarheimilisins Hvamms sf. við velferðarráðuneytið vegna ákvörðunar stjórnar um að segja upp samningi um rekstur hjúkrunar- og dvalarrýma frá og með næstu áramótum.

8.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistinga að Garðarsbraut 15, fnr. 215-2563, 640 Húsavík

Málsnúmer 201605011Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Aðalgeiri S Óskarssyni vegna nýs rekstrarleyfis til sölu gistinga að Garðarsbraut 15, fnr. 215-2563
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

9.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistinga að Mararbraut 13

Málsnúmer 201605009Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Aðalgeiri S Óskarssyni vegna nýs rekstrarleyfis til sölu gistinga að Mararbraut 13, fnr. 215-3190
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

10.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistinga að Garðarsbraut 15, 215-2564

Málsnúmer 201605010Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Aðalgeiri S Óskarssyni vegna nýs rekstrarleyfis til sölu gistinga að Garðarsbraut 15, fnr. 215-2564
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

11.Fulltrúi í sjórn Rannsóknastöðvarinnar Rif ses

Málsnúmer 201605012Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Þorkeli Lindberg Þórarinssyni þar sem óskað er eftir að Norðurþing tilnefni aðila í stjórn Rannsóknarstöðvarinnar Rifs ses.
Byggðarráð tilnefnir Níels Árna Lund sem fulltrúa Norðurþings í stjórnina

12.Eignanám að Höfða 10 - úrskurður

Málsnúmer 201605013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur úrskurður Matsnefndar eignanámsbóta vegna eignanáms á fjórum olíutönkum Olíudreifingar að Höfða 10 og undirliggjandi lóðarréttindum.
Lagt fram til kynningar

13.Fjármál 2016

Málsnúmer 201603018Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir samanburð á áætlun 2016 og rauntölum 2015 í A-sjóði. Jafnframt var farið yfir launa- og tekjuspá ársins 2016.

14.Orkuveita Húsavíkur ohf - 150

Málsnúmer 1604013Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnarfundar Orkuveitu Húsavíkur ohf. frá 26. apríl sl.
Lagt fram til kynningar

15.Orkuveita Húsavíkur ohf - 151

Málsnúmer 1604014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar Orkuveitu Húsavíkur ohf. frá 26. apríl sl.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:40.