Framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Umferðarhraði á götum Húsavíkur
201606067
Til umræðu tillögur að breytingum á umferðarhraða innan gatnakerfis Húsavíkur. Fulltrúi frá lögregluumdæminu sat fundinn og lagði fram hugmyndir að úrbótum á merkingum, hraðatakmörkunum ofl.
Framkvæmdanefnd samþykkir tillögur til úrbóta sem taka mið af hugmyndum lögreglu og Vegagerðarinnar varðandi breytingar á hámarkshraða í Þverholti, miðhafnasvæði og miðbæ.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að leita tilboða í færanlegan broskall sem dregur úr umferðarhraða.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að leita tilboða í færanlegan broskall sem dregur úr umferðarhraða.
2.Litlagerði 5: Ónæði vegna umferðar um Þverholt
201606062
Sveitarfélaginu hefur borist bréf frá Húseigendafélaginu f.h. eigenda Litlagerðis 5 á Húsavík vegna mikils ónæðis sem stafað hefur frá stöðugri bílaumferð um Þverholt sl. ár.
Nefndin hefur þegar tekið ákvörðun um að lækka hraða á umræddu svæði sem mun hafa jákvæð áhrif á hljóðvist og mengun á svæðinu.
Ekki stendur til að fara í sértækar framkvæmdir sem snúa að hljóðmönum að svo stöddu.
Ekki stendur til að fara í sértækar framkvæmdir sem snúa að hljóðmönum að svo stöddu.
3.Umferðarhraði í Laugarbrekku
201605118
Sveitafélaginu hefur borist bréf frá íbúum við Laugarbrekku þar sem farið er fram á eftirtaldar aðgerðir.
1. Umferðahraði verði færður í 30 km. á klst. eins og í
ytri brekkum.
2. Hraðahindrun verði lagfærð þannig að hraðinn minnki.
3. Umferð stærstu ökutækja verði takmörkuð og færð fyrir
neðan bakka.
1. Umferðahraði verði færður í 30 km. á klst. eins og í
ytri brekkum.
2. Hraðahindrun verði lagfærð þannig að hraðinn minnki.
3. Umferð stærstu ökutækja verði takmörkuð og færð fyrir
neðan bakka.
Ákveðið hefur verið að setja hraðahindrun efst í brekkunni til að ná niður umferðarhraða. Jafnframt að gera nauðsynlegar endurbætur á þeirri hindrun sem er í götunni gerist þess þörf.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að senda þeim fyrirtækjum/verktökum sem við á erindi um bætta umferðarmenningu.
Árni Sigurbjarnarson vék af fundi undir þessum lið.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að senda þeim fyrirtækjum/verktökum sem við á erindi um bætta umferðarmenningu.
Árni Sigurbjarnarson vék af fundi undir þessum lið.
4.Húsnæðismál í Norðurþingi
201602125
Sveitarstjóri kynnir skýrslu vinnuhóps um húsnæðismál á Húsavík.
Sveitarstjóri kynnti lauslega skýrslu vinnuhóps um húsnæðismál.
Til stendur að halda opinn íbúafund um málið, fimmtudaginn 16. júní. Nefndarmenn eru hvattir til að sækja fundinn.
Til stendur að halda opinn íbúafund um málið, fimmtudaginn 16. júní. Nefndarmenn eru hvattir til að sækja fundinn.
5.Starfsmannamál í stjórnsýsluhúsi
201509020
Sveitarstjóri fór yfir breytingar á starfsmannahaldi framkvæmdasviðs.
Lagt fram til kynningar.
6.Eignasjóður og fasteignir í útleigu - verklagsreglur
201606073
Mikilvægt er að yfirfara og uppfæra verklagsreglur sveitarfélagsins er lúta að útdeilingu leiguhúsnæðis, annars en þess sem leigt er til skjólstæðinga félagsþjónustu Norðurþings. Mikilvægt að nefndin fari yfir málið og yfirfærðar verklagsreglur verði lagðar fyrir nefndina á næsta fundi.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að yfirfara verklagsreglurnar sem og senda þær á nefndarmenn til yfirlestrar.
Stefnt að því að samþykkja reglurnar á ágústfundi nefndarinnar.
Stefnt að því að samþykkja reglurnar á ágústfundi nefndarinnar.
7.Endurskoðun á samningi Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar 2014-2016.
201605091
Bréf frá Umhverfisstofnun vegna endurskoðunar samning Umhverfisstofnunar og sveitarfélaga um refaveiðar 2014-2016.
Lagt fram.
8.Þjónustumiðstöð Hlutverk/endurskoðun
201601051
Farið yfir stöðuna á þessu máli
Vísað til fjárhagsáætlunar 2017.
9.Eftirlitsskýrsla vegna urðunarstaðar á Kópaskeri
201506024
Eftilitsskýrsla um urðunarstað Kópaskeri, frá Umhverfisstofnun lögð fram til kynningar. Vinna þarf í að koma úrvinnslu athugasemda í farveg.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna úrbótaáætlun sem tekur mið af athugasemdum Umhverfisstofnunar.
10.Eftirlitsskýrsla vegna urðunarstaðar í Laugardal.
201605100
Eftilitsskýrsla fyrir urðunarstað Laugardal, frá Umhverfisstofnun lögð fram til kynningar. Vinna þarf í að koma úrvinnslu athugsemda í farveg.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna úrbótaáætlun sem tekur mið af athugasemdum Umhverfisstofnunar.
11.Bílastæði vegna ferðaþjónustu
201605117
Sveitarfélaginu hefur borist bréf frá íbúum Laugarbrekku þar sem farið er fram á að ferðaþjónustuaðilum sem eru með gistirými við götuna verði gert að leggja til bílastæði fyrir sína gesti.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að senda ferðaþjónustuaðila í umræddri götu erindi þess efnis að nýta vannýtt bílastæði við sína starfsemi.
12.Aðgengismál - stofnanir og gönguleiðir í Norðurþingi
201606069
Fara þarf markvisst yfir aðgengismál stofnana sveitafélagsins og gera áætlun um úrbætur.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að hefja vinnu við umbótaáætlun í samstarfi við félagasamtök sem varða málaflokkinn.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa jafnframt falið að setja í gang lagfæringar við niðurtöku á gönguleiðum að götu.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa jafnframt falið að setja í gang lagfæringar við niðurtöku á gönguleiðum að götu.
13.Aðgengi að íþróttavelli og tjaldstæði á Húsavík
201606068
Vegagerðin hefur óskað eftir því að leiðum að tjald- og íþróttasvæði verði lokað og því nauðsynlegt að endurskipuleggja svæðið.
Nefndin samþykkir að fylgja eftir tillögum um breyttar aksturs- og gönguleiðir á svæðinu. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að láta gera fullhönnun af svæðinu.
Jafnframt samþykkir nefndin að loka núverandi leið frá þjóðvegi nr. 85 að tjaldsvæði og íþróttasvæði.
Jafnframt samþykkir nefndin að loka núverandi leið frá þjóðvegi nr. 85 að tjaldsvæði og íþróttasvæði.
14.Tæming rotþróa dreifbýli NÞ
201602104
Kynnt staðan á þessu verkefni.
Farið yfir stöðu málsins og stefnt að því að samþykkja fráveitusamþykkt á næsta fundi nefndarinnar.
15.Uppbygging Holtahverfis - kynning
201606072
Umfangsmiklar áætlanir eru um uppbyggingu nýs hverfis í Holtahverfi. Farið yfir stöðu mála í þeim efnum.
Lagt fram.
16.Framkvæmdir í suðurfjöru - kynning
201606071
Umfangsmiklar áætlanir eru um uppbyggingu nýs hverfis í Suðurfjöru. Farið yfir stöðu mála í þeim efnum.
Lagt fram.
17.Framkvæmdaáætlun 2017
201606070
Mörkun upphafs áætlanagerðar fyrir framkvæmdaárið 2017
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að útbúa verkefnalista yfir öll þau verkefni sem er vilji til að fara í.
Nefndarmenn sendi fulltrúanum lista yfir þau verkefni sem þeir vilja sjá á listanum.
Nefndarmenn sendi fulltrúanum lista yfir þau verkefni sem þeir vilja sjá á listanum.
18.Merkingar stofnana sveitarfélagins
201511086
Þær stofnanir sem eru ómerktar verði merktar hið fyrsta.
19.Varasjóður húsnæðismála - tilkynning
201606066
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að kanna möguleika sveitarfélagins í þessu máli.
20.Samþykkt um gatnagerðagjald 2016
201606087
Samþykkt um gatnagerðargjald 2016 lögð fram til staðfestingar.
Gjaldskráin er samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:45.
Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri sat fundinn undir liðum, 1 til og með 6.