Fara í efni

Umferðarhraði í Laugarbrekku

Málsnúmer 201605118

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 5. fundur - 15.06.2016

Sveitafélaginu hefur borist bréf frá íbúum við Laugarbrekku þar sem farið er fram á eftirtaldar aðgerðir.
1. Umferðahraði verði færður í 30 km. á klst. eins og í
ytri brekkum.
2. Hraðahindrun verði lagfærð þannig að hraðinn minnki.
3. Umferð stærstu ökutækja verði takmörkuð og færð fyrir
neðan bakka.
Ákveðið hefur verið að setja hraðahindrun efst í brekkunni til að ná niður umferðarhraða. Jafnframt að gera nauðsynlegar endurbætur á þeirri hindrun sem er í götunni gerist þess þörf.

Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að senda þeim fyrirtækjum/verktökum sem við á erindi um bætta umferðarmenningu.

Árni Sigurbjarnarson vék af fundi undir þessum lið.