Fara í efni

Þjónustumiðstöð Hlutverk/endurskoðun

Málsnúmer 201601051

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 1. fundur - 24.02.2016

Framkvæmda og þjónustufulltrúi lagði fram minnisblað um framtíð og samþættingu Þjónustumiðstöðvar og Orkuveitu Húsavíkur.
Í ljósi þess að verkstjóri veituframkvæmda hjá Norðurþingi er að láta af störfum felur framkvæmdanefnd framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ráða starfsmann til að tryggja þjónustu Norðurþings við Orkuveitu Húsavíkur samkvæmt rammasamkomulagi frá 2015. Jafnframt er framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að koma á viðræðum við Orkuveitu Húsavíkur um uppbyggingu á sameiginlegri aðstöðu allra starfsmanna þjónustumiðstöðvar.

Framkvæmdanefnd - 5. fundur - 15.06.2016

Farið yfir stöðuna á þessu máli
Vísað til fjárhagsáætlunar 2017.