Framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Þjónustumiðstöð Hlutverk/endurskoðun
201601051
Framkvæmda og þjónustufulltrúi lagði fram minnisblað um framtíð og samþættingu Þjónustumiðstöðvar og Orkuveitu Húsavíkur.
Í ljósi þess að verkstjóri veituframkvæmda hjá Norðurþingi er að láta af störfum felur framkvæmdanefnd framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ráða starfsmann til að tryggja þjónustu Norðurþings við Orkuveitu Húsavíkur samkvæmt rammasamkomulagi frá 2015. Jafnframt er framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að koma á viðræðum við Orkuveitu Húsavíkur um uppbyggingu á sameiginlegri aðstöðu allra starfsmanna þjónustumiðstöðvar.
2.Sala Höfða 24 C
201602133
Við afgreiðslu á 165. fundargerð bæjarráðs Norðurþings samþykkti bæjarstjórn að vísa 5. lið fundargerðarinnar 'Málefni Höfða 24c' til framkvæmda- og hafnanefndar og leggur til við nefndina að samþykkja sölu eignarinnar.
Framkvæmdanefnd samþykkir sölu fasteignarinnar Höfða 24C.
3.Kvíabekkur endurbygging
201403053
Fyrir framkvæmdanefnd liggur framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna 2016.
Með vísan í fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2016 er miðað við framkvæmdir við endurbyggingu Kvíarbekk fyrir 1,5 mkr.
4.Endurnýjun þjónustumiðstöðvar 2016
201602100
Gerð var verðkönnun í lagfæringu á þaki núverandi þjónustumiðstöðvasr. Verklýsing var send á þrjá aðila. Einn aðili skilaði inn kostnaðartölu. Fyrir nefndina liggur niðurstaða sem er í samræmi við þá fjárhæð sem úthlutað hafði verið í verkið.
Framkvæmdanefnd samþykkir að fara í verkið á gundvelli niðurstöðu verðkönnunar.
5.Sorpsamþykkt Norðurþings 2016
201601076
Drög að nýrri sorpsamþykkt lögð fyrir fundinn til samþykktar.
Málinu frestað.
6.Sorpgjaldskrá 2016
201602103
Fyrir liggur gjaldskrá móttökustöðvar á Hrísmóum.
Meirihluti framkvæmdanefndar samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá.
Fyrirhugaður er fundur með ÍGF þar sem gjaldskráin verður tekin fyrir.
Hjálmar Bogi er mótfallinn ákveðnum liðum í gjaldskránni sem ekki ættu heima þar.
Fyrirhugaður er fundur með ÍGF þar sem gjaldskráin verður tekin fyrir.
Hjálmar Bogi er mótfallinn ákveðnum liðum í gjaldskránni sem ekki ættu heima þar.
7.Tæming rotþróa dreifbýli NÞ
201602104
Fyrir fundinn liggur tillaga um að Norðurþing hafi forgöngu um tæmingu rotþróa í sveitafélaginu.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að skipuleggja og kom á losun rotþróa innan sveitafélagsins, kanna verð og áhuga íbúa.
8.Stjórnsýsluhús vatnsskemdir austurhlið
201602105
Í ljós hafa komið miklar vatnsskemmdir í herbergi á austurhlið Stjórnsýsluhúss. Nauðsynlegt er að fara í lagfæringar.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að forgangsraða verkum innan samþykktrar fjárhagsáætlunar.
9.Sala eigna
201412024
Fyrir nefndina liggur tillaga að selja íbúð Grundagarði 5. Áhvílandi er 8 mkr. Áætlaður kostnaður við endurbætur er 6-7 mkr. Taka þarf ákvörðun um sölu.
Meirihluti framkvæmdanefndar samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa íbúðina Grundagarð 5 til sölu. Ítrekað er að íbúðin verði ekki auglýst með viðmiðunarverði.
Kjartan og Hjálmar greiða atkvæði gegn tillögunni og bóka eftirfarandi:
Brýnt er að stofna húsnæðisnefnd Norðurþings sem allra fyrst og marka skýra stefnu og framtíðarsýn uppbyggingu í húsnæðismálum.
Kjartan og Hjálmar greiða atkvæði gegn tillögunni og bóka eftirfarandi:
Brýnt er að stofna húsnæðisnefnd Norðurþings sem allra fyrst og marka skýra stefnu og framtíðarsýn uppbyggingu í húsnæðismálum.
10.Sala á Sandvík
201602122
Borist hefur fyrirspurn frá Kristni Steinarssyni hvort húseignin Sandvík á Melrakkasléttu fáist keypt.
Þetta er gamalt hús sem er mjög illa farið. Norðurþing eignaðist það með yfirtöku vegna ógreiddra fasteignagjalda.
Húsið er sjálfstæð eining með öðru húsi.
Ekki fylgir jörð með heldur lítil lóð.
Þetta er gamalt hús sem er mjög illa farið. Norðurþing eignaðist það með yfirtöku vegna ógreiddra fasteignagjalda.
Húsið er sjálfstæð eining með öðru húsi.
Ekki fylgir jörð með heldur lítil lóð.
Framkvæmdanefnd samþykkir að auglýsa húseignina Sandvík á Melrakkasléttu til sölu.
11.Lóðir í Suðurfjöru
201602127
Í kynningu er nú breyting deiliskipulags suðurhafnar á Húsavík (sjá nánar á nordurthing.is). Jafnframt er nú unnið að uppfyllingum á svæðinu í tengslum við gerð Bakkavegar. Því er horft til þess að á næstu mánuðum verði þar tilbúnar til úthlutunar allt að sjö nýjar athafnalóðir. Lóðunum hefur þegar verið sýndur umtalsverður áhugi og komin er formleg umsókn um tvær þeirra til sveitarfélagsins.
Framkvæmdanefnd telur mikilvægt að unnt verði að ráðstafa lóðum á svæðinu sem fyrst eftir að breytt deiliskipulag hefur öðlast gildi. Nefndin felur því framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa eftir aðilum sem kynnu að hafa áhuga fyrir þeim lóðum sem tilbúnar verða í sumar. Áhugasamir yrðu að gera skýra grein fyrir uppbyggingaráformum á lóðunum og yrðu þau áform lögð til grundvallar úthlutun lóðanna.
Fundi slitið - kl. 21:00.