Fara í efni

Sala á Sandvík

Málsnúmer 201602122

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 1. fundur - 24.02.2016

Borist hefur fyrirspurn frá Kristni Steinarssyni hvort húseignin Sandvík á Melrakkasléttu fáist keypt.
Þetta er gamalt hús sem er mjög illa farið. Norðurþing eignaðist það með yfirtöku vegna ógreiddra fasteignagjalda.
Húsið er sjálfstæð eining með öðru húsi.
Ekki fylgir jörð með heldur lítil lóð.
Framkvæmdanefnd samþykkir að auglýsa húseignina Sandvík á Melrakkasléttu til sölu.

Byggðarráð Norðurþings - 172. fundur - 07.04.2016

Fyrir byggðarráði liggur tilboð í eignarhlut Norðurþings í Sandvík
Byggðarráð samþykkir að heimila sölu á eigninni í samræmi við tilboðið.

Framkvæmdanefnd - 3. fundur - 13.04.2016

Borist hefur tilboð í Sandvík.
Framkvæmdanefnd staðfestir ákvörðun byggðarráðs um sölu eignarinnar.