Framkvæmdanefnd

3. fundur 13. apríl 2016 kl. 16:15 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Arnar Guðmundsson aðalmaður
  • Björn Víkingur Björnsson varamaður
  • Árni Sigurbjarnarson varamaður
Fundargerð ritaði: Pétur Vopni Sigurðsson
Dagskrá

1.Færsla Búðarár

201604082

Smári kynnir þær hugmyndir sem liggja fyrir um færslu á Búðará í nýjan farveg sunnan landfyllingar Suðurfjöru.
Smári kynnti drög að opnun Búðarár neðan brúar yfir Búðarárgil. Ánni verður hleypt suður með Stangarbakka í nýja útrás.

2.Grundargarður 5 lagfæring á íbúð

201604081

Taka þarf ákvörðun um áframhald varðandi sölu eða lagfæringu á íbúð Grundagarði.
Framkvæmdanefnd samþykkir að setja íbúðina að Grundargarði 5 aftur í söluferli.

3.Sala á Sandvík

201602122

Borist hefur tilboð í Sandvík.
Framkvæmdanefnd staðfestir ákvörðun byggðarráðs um sölu eignarinnar.

4.Framtíð skemmu Vallholtsvegi

201604077

Ræða þarf framtíð skemmu Vallholtsvegi.
Framkvæmdanefnd samþykkir að undirbúa söluferli á þessari eign.

5.Lokaskýrsla starfshóps um úrgangsmál

201604019

Lokaskýrsla starfshóps um úrgangsmál lögð fram til kynningar.
Lagt fram.

6.Leiga á norðurhluta Hnitbjarga Raufarhöfn

201603118

Sigvaldi Ómar Aðalsteinsson Raufarhöfn hefur óskað eftir því að fá norðurhluta Hnitbjargar á Raufarhöfn leigðan fyrir skrifstofu tengda ferðaþjónustu.
Framkvæmdanefnd hafnar erindinu þar sem húsnæðið er nú þegar í notkun.

7.Rekstur á tjaldsvæðínu í Lundi sumarið 2016

201604034

Olga Gísladóttir fyrir hönd Stóranúps ehf kt. 631208 0100 sækir hér með um að reka tjaldsvæðið við Lund í Öxarfirði sumarið 2016.
Framkvæmdanefnd samþykkir erendið.

8.Holtahverfi gróft kostnaðarmat á gatnagerð

201603041

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir þær hugmyndir og áætlanir sem eru í gangi um uppbyggingu á Holtahverfi í samstarfi við PCC.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðu verkefnisins.

9.Framtíð Túns

201604078

Ræða þarf framtíðaráform varðandi húsnæðis sem hýsir Tún - ungmennahús.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónufulltrúa að undirbúa sölu húsnæðisins með þeim fyrirvara að þeirri starfsemi sem er í húsinu verði fundin önnur staðsetning.

10.SR skemma Raufarhöfn

201509049

Lagt er til að Norðurþing setji inn auglýsingu um sölu á SR skemmu Raufarhöfn.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa SR skemmu á Raufarhöfn til sölu sem er í samræmi við fyrri ákvörðun um sölu hússins.

11.Endurnýjun Kúbota 2016

201604079

Taka þarf afstöðu til kaupa á nýrri vél í stað gömlu Kubota vélarinnar.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kaupa Avant 760i sláttu- og snjómokstursvél, eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun að viðbættum tekjum af endursölu eldri tækja.

12.Rekstur tjaldsvæðis Húsavík 2016

201604080

Ræða þarf framhald reksturs tjaldsvæða Húsavík þar sem Húsavíkurstofa mun ekki starfa áfram. Aðilar hafa lýst áhuga á samstarfi um rekstur tjaldsvæðis.
Framkvæmdnefnd felur framkvæmda- og þjónufulltrúa að ræða við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa um rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík fyrir sumarið 2016.

13.Rekstur tjaldsvæða utan Húsavíkur - gjaldskrá

201603047

Tillaga frá tómstundafulltrúa lögð fram til samþykktar.
Framkvæmdanefnd staðfestir tillögu æskulýðs- og menningarnefndar að nýrri gjaldskrá fyrir afnot af tjaldsvæðum utan Húsavíkur.

14.Aðalbraut 20F/Löndunarhús

201604087

Ræða þarf hvort ekki sé rétt að setja þessa húseigna á sölu og afgreiða betri vatnstengingu í húsið í samráði við OH.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónufulltrúa að auglýsa fasteignina Aðalbraut 20F á Raufarhöfn til sölu.

15.Bílastæði í miðbæ Húsavíkur

201406091

Umræða um gjaldskyldu bílastæða í miðbæ Húsavíkur og við höfnina.
Skoðað var á sínum tíma hvort stofna ætti bílastæðasjóð.
Hugmynd hefur komið fram um að kanna hvort settar verða upp miðavélar sem fólk kaupir rétt til að leggja bílum eins og í Reykjavík og víðar. Margir ferðaþjónustuaðilar eru að taka þetta upp.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að heildstæðri stefnu í bílastæðamálum og kanna hvaða leiðir kynnu að vera mögulegar.

Fundi slitið - kl. 18:15.