Fara í efni

Rekstur á tjaldsvæðínu í Lundi sumarið 2016

Málsnúmer 201604034

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 1. fundur - 12.04.2016

Stórinúpur ehf sá um rekstur tjaldsvæðisins í Lundi sækist eftir því að fá að halda áfram rekstri svæðisins sem áður var undir sundlauginni í Lundi. Einnig er sóst eftir því að fá að nýta sturtuaðstöðu sundlaugarinnar utan opnunartíma.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir erindið sem rekstraraðili sundlaugarinnar.
Stórinúpur ehf. hafi starfsmann í húsnæðinu á meðan sturtuaðstaða er opin og taki þátt í kostnaði við þrif.

Tómstundafulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.

Æskulýðs- og menningarnefnd vísar ákvörðun um afnot/útleigu á húsnæðinu og tjaldsvæðinu til framkvæmdanefndar.

Framkvæmdanefnd - 3. fundur - 13.04.2016

Olga Gísladóttir fyrir hönd Stóranúps ehf kt. 631208 0100 sækir hér með um að reka tjaldsvæðið við Lund í Öxarfirði sumarið 2016.
Framkvæmdanefnd samþykkir erendið.