Fara í efni

Æskulýðs- og menningarnefnd

1. fundur 12. apríl 2016 kl. 16:00 - 18:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Erna Björnsdóttir formaður
  • Jóhanna Sigr Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson Tómstunda- og æskulýðsful
  • Snæbjörn Sigurðarson
  • Ásrún Ósk Einarsdóttir varamaður
  • Berglind Pétursdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Kjartan Páll Þórarinsson Tómstundafulltrúi
Dagskrá
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi Norðurþings, sat fundinn undir liðum 1 -6

1.Menningarfélagið Úti á Túni, starfsemi í verbúðunum

Málsnúmer 201503085Vakta málsnúmer

Rætt var um málefni Menningarfélagsins Úti á Túni - FJÚK.
Snæbjörn Sigurðarson menningarfulltrúi kynnti starfsemi menningarfélagsins Úti á Túni.

Menningarfulltrúa er falið að ræða við forsvarsmenn félagsins um framtíðarstarfsemi þess.

2.Framkvæmd Mærudaga 2016

Málsnúmer 201510024Vakta málsnúmer

Framkvæmd Mærudaga verður ekki í höndum Húsavíkurstofu eins og verið hefur undanfarin ár.
Rætt var um mögulega kosti varðandi bæjarhátíðina fyrir sumarið 2016 og framtíðina.

Menningarfulltrúa falið að auglýsa eftir áhugasömum aðila til að sjá um framkvæmd Mærudaga árið 2016.

3.Lista- og menningarsjóður úthlutun 2016

Málsnúmer 201604055Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar voru umsóknir og úthlutanir úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings.

Umsóknir voru eftirfarandi:

- Hafþór Hreiðarsson og Alma Lilja Ævarsdóttir vegna ljósmyndasýningar á Húsavík.
-Leikfélag Húsavíkur vegna starfsemi félagsins.
-Harpa Fönn Sigurjónsdóttir vegna Jónsviku.
-Dorthe Höjland vegna jazztónleika á Húsavík.
-Félagsheimilið Heiðarbær vegna viðgerðar á gömlu píanói.
-Stúlknakór Húsavíkur vegna vortónleika á Húsavík.
-Skjálftasetrið á Kópaskeri vegna endurnýjunar á búnaði.
-Miðjan vegna listsýningar á Húsavík.
-Kirkjukór Húsavíkur vegna starfsemi kórsins.
-Lára Sóley Jóhannsdóttir vegna tónleikaraðar í Menningarmiðstöð Þingeyinga.
-Julie Lænkholm vegna listsýningar á Húsavík.
-Karlakórinn Hreimur vegna vorfagnaðar.
- FJÚK arts center vegna listsýningar í verbúðunum á Húsavík
- Marina Rees vegna list og vísindasýningar í Hvalasafninu á Húsavík
Umsóknir um styrk úr lista- og menningarsjóði Norðurþings voru afgreidd með eftirfarandi hætti:

Eftirtalin verkefni hlutu styrk að upphæð 50 þúsund hvert.
- Hafþór Hreiðarsson og Alma Lilja Ævarsdóttir vegna ljósmyndasýningar á Húsavík.
- Leikfélag Húsavíkur vegna starfsemi félagsins.
- Miðjan vegna listsýningar á Húsavík.
- Kirkjukór Húsavíkur vegna starfsemi kórsins.
- Lára Sóley Jóhannsdóttir vegna tónleikaraðar í Menningarmiðstöð Þingeyinga.
- Stúlknakór Húsavíkur vegna vortónleika á Húsavík.
- Karlakórinn Hreimur vegna vorfagnaðar.

Eftirtalin verkefni hlutu ekki styrk:
- Harpa Fönn Sigurjónsdóttir vegna Jónsviku.
- Félagsheimilið Heiðarbær vegna viðgerðar á gömlu píanói.
- Skjálftasetrið á Kópaskeri vegna endurnýjunar á búnaði.
- Julie Lænkholm vegna listsýningar á Húsavík.
- Dorthe Höjland vegna jazztónleika á Húsavík.
- Marina Rees vegna list og vísindasýningar í Hvalasafninu á Húsavík
- FJÚK arts center vegna listasýningar í verbúðunum á Húsavík

4.Beiðni um launalaust leyfi í eitt ár

Málsnúmer 201603103Vakta málsnúmer

Eyrúnu Ýr Tryggvadóttur forstöðumanni bókasafna Norðurþings hefur verið veitt launalaust leyfi í eitt ár frá og með 1. ágúst nk. Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Ósk um samstarf vegna Jónsviku 2016

Málsnúmer 201602113Vakta málsnúmer

Harpa Fönn Sigurjónsdóttir hefur óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna Jónsviku sem haldin verður dagana 22.-29. maí nk. í Kaldbak.
Menningarfulltrúa falið að ræða við aðstandendur Jónsviku og kanna með hvaða hætti sveitarfélagið getur stutt við verkefnið.

6.Ártal í Skálamel

Málsnúmer 201603044Vakta málsnúmer

Björgunarsveitin Garðar hyggst hætta allri vinnu og umsjón varðandi ártal í Skálamel í kringum áramót.
Óskað er umsagnar hvað gera skuli við búnað sem tilheyrir ártalinu.
Menningarfulltrúa og tómstundafulltrúa er falið að leita eftir áhugasömum aðilum til að leysa verkefnið.

7.Vinnuskóli Norðurþings 2016

Málsnúmer 201603108Vakta málsnúmer

Tómstundafulltrúi kynnir tilhögun Vinnuskóla Norðurþings fyrir sumarið 2016.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir eftirfarandi:

Vinnuskólinn mun sinna verkefnum sem snúa að fegrun umhverfis ásamt öðrum skapandi störfum í samstarfi við menningarmiðstöðina FJÚK.

Árgangar fæddir árin 2001 og 2002 munu starfa í vinnuskóla Norðurþings árið 2016. Opnað verður fyrir umsóknir á vef Norðurþings í maí. Jafnframt er tómstundafulltrúa falið að kanna möguleika með inntöku ungmenna fædd árið 2003 í vinnuskólann.

Vinnutilhögun og laun:
Unglingar fæddir árið 2002 - 491kr á klst. Unnið í 4 vikur.
Unglingar fæddir árið 2001 - 610kr á klst. Unnið í 5 vikur.

Laun eru hækkuð um 6,95% frá fyrra ári.

Vinnuskólinn mun starfa frá mánudeginum 13.júní - 29.júlí.8.Samstarf um vinnuskóla 2016

Málsnúmer 201604002Vakta málsnúmer

Handverkshópurinn Heimöx sækist eftir samstarfi við Norðurþing með því að fá starfsframlag frá ungmennum úr vinnuskóla sveitarfélagsins.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir erindið og felur tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir.

9.Sirkus á ferð um landið 2016

Málsnúmer 201603107Vakta málsnúmer

Sumarið 2016 mun Sirkus Íslands ferðast um landið í sumar.

Til kynningar er sú þjónusta sem Sirkus Íslands hyggst bjóða uppá í sumar.

Æskulýðs - og menningarnefnd þakkar Sirkus Ísland fyrir erindið. Æskulýðs- og menningaranefnd hyggst ekki nýta sér boð Sirkus Íslands að þessu sinni.

10.Jafningjafræðsla Hins Hússins 2016

Málsnúmer 201603109Vakta málsnúmer

Hitt Húsið í Reykjavík býður uppá jafningjafræðslu fyrir vinnuskóla sumarið 2016.
Æskulýðs og menningarnefnd þakkar Hinu Húsinu fyrir erindið. Mikilvægt er að sinna forvarnar- og fræðslumálum ungmenna eins vel og kostur er.

Vinnuskóli Norðurþings hefur haft fræðslu og forvarnarhlutverk undanfarin ár og fengið til sín gestafyrirlesara.

Æskulýðs- og menningarnefnd tekur vel í erindið og felur tómstundafulltrúa að sjá til þess að forvarnar og fræðslumál fái sinn sess í sumarstarfi vinnuskólans.

11.Sundlaugin í Lundi 2016

Málsnúmer 201604017Vakta málsnúmer

Rætt var um rekstrarfyrirkomulag í sundlauginni í Lundi sumarið 2016.

Sumarið 2015 var sundlaugin opin virka daga frá 16-21 og 10-17 um helgar.

Lagt er til að opnun laugarinnar verði frá 6.júní - 14. ágúst.
Æskulýðs- og menningarnefnd hyggst hafa sambærilegt fyrirkomulag á rekstri laugarinnar og undanfarin ár.

Nefndin felur tómstundafulltrúa að fylgja málinu eftir.

12.Sundlaug Raufarhafnar

Málsnúmer 201508055Vakta málsnúmer

Rætt var um rekstrarfyrirkomulag í sundlauginni í Raufarhöfn sumarið 2016.

Lagt er til að opnunartími laugarinnar verði :
Virka daga 17-21
helgar 11-14

Jafnframt er lagt er til að sumaropnun laugarinnar verði frá 6.júní - 14. ágúst.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir fyrirlagt fyrirkomulag á sumarrekstri sundlaugarinnar á Raufarhöfn.

Sundlaugin verður opin alla daga vikunar sem er aukning frá núverandi fyrirkomulagi.

Tómstundafulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.

13.Vatnssýni úr Sundlaug Raufarhafnar

Málsnúmer 201603016Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar voru niðurstöður úr vatnssýnum sem nýlega voru tekin úr Sundlaug Raufarhafnar.

Sýni sem mæla hreinleiki vatns koma mjög vel út.

Hins vegar hefur efnasambandið Thrihalometan (THM) mælst hátt í lauginni. Í reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er ekki gerð krafa um mælingar á THM og ekki eru sett nein viðmiðunargildi.
Lagt fram til kynningar.

14.Rekstur á tjaldsvæðínu í Lundi sumarið 2016

Málsnúmer 201604034Vakta málsnúmer

Stórinúpur ehf sá um rekstur tjaldsvæðisins í Lundi sækist eftir því að fá að halda áfram rekstri svæðisins sem áður var undir sundlauginni í Lundi. Einnig er sóst eftir því að fá að nýta sturtuaðstöðu sundlaugarinnar utan opnunartíma.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir erindið sem rekstraraðili sundlaugarinnar.
Stórinúpur ehf. hafi starfsmann í húsnæðinu á meðan sturtuaðstaða er opin og taki þátt í kostnaði við þrif.

Tómstundafulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.

Æskulýðs- og menningarnefnd vísar ákvörðun um afnot/útleigu á húsnæðinu og tjaldsvæðinu til framkvæmdanefndar.

15.Samningamál Grana 2016

Málsnúmer 201604038Vakta málsnúmer

Til umræðu voru samningamál milli Norðurþings og hestamannafélagsins Grana.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir.

16.Ársreikningur Skákfélagsins Hugins 2015

Málsnúmer 201603020Vakta málsnúmer

Til umræðu var Ársreikningur Skákfélagsins Huginns
Lagt fram til kynningar.

17.Ársreikningur GH 2015

Málsnúmer 201603105Vakta málsnúmer

Til umræðu var ársreikningur GH.
Lagt fram til kynningar.

18.Frá íþróttafélaginu Völsungi varðandi skíðamannvirki á Húsavík

Málsnúmer 201603028Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar var bréf frá formanni Völsungs varðandi skíðamannvirki á Húsavík.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar Völsungi fyrir bréfið og áhuga á málefnum skíðamannvirkja og skíðasvæða Norðurþings.

Nefndin mun halda áfram að leita leiða til að reka skíðamannvirki á sem hagkvæmastan hátt en með sem bestri þjónustu.

19.Ungt fólk og lýðræði 2016

Málsnúmer 201512042Vakta málsnúmer

Rætt var um ráðstefnuna ungt fólk og lýðræði sem fór fram á Selfossi dagana 16-18 mars 2016.

Tveir fulltrúar Norðurþings sóttu ráðstefnuna.

Fyrir fundinum liggur ályktun ráðstefnunar.
Æskulýðs- og menningarnefnd vill nota tækifærið og hrósa UMFÍ fyrir vel heppnaða ungmennaráðstefnu. Einnig vill nefndin þakka Kristínu Kjartansdóttur og Evu Matthildi Benediktsdóttur fyrir að sækja ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins.

Ráðstefnan fjallaði fyrst og fremst um stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi í dag. Ályktun ráðstefnunar má lesa inná vefsíðu UMFÍ eða á slóðinni:
http://media.wix.com/ugd/15590d_82e35dc3fb46493bb3ee300435d429eb.pdf

Einnig er bent á þátt frá sjónvarpsstöðinni N4 um ráðstefnuna sem er að finna inná youtube ef leitað er eftir "ungt fólk og lýðræði".

20.Rekstur tjaldsvæða utan Húsavíkur - gjaldskrá

Málsnúmer 201603047Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er rekstur tjaldsvæða á Kópaskeri og á Raufarhöfn.
Æskulýðs- og menningarnefnd óskar eftir heimild til gjaldtöku á tjaldsvæðum á Kópaskeri og á Raufarhöfn.

Gjaldskrá fyrir tjaldsvæðin er eftirfarandi:
Fullorðnir: 1.200 kr
Börn: Frítt fyrir 16 ára og yngri
Rafmagn: 700 kr

Vakin er athygli á því að gistináttaskattur er innifalinn í verði.

Nefndin vísar málinu til framkvæmdanefndar og sveitarstjórnar og leggur til að meðfylgjandi gjaldskrá verði samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:45.