Fara í efni

Ungt fólk og lýðræði 2016

Málsnúmer 201512042

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 48. fundur - 09.02.2016

Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) stendur nú í sjöunda sinn fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Niður með grímuna - geðheilbrigði ungmenna á Íslandi og mun hún fara fram 16. - 18. mars á Hótel Selfossi. Ungmennaráð UMFÍ hefur veg og vanda að ráðstefnunni en jafnframt koma Héraðssambandið Skarphéðinn og Sveitarfélagið Árborg að undirbúningi.

Ungmennaráð UMFÍ hefur fengið til liðs við sig fagfólk frá Kvíðameðferðarstöðinni. Áhersla verður lögð á óformlegt nám og virka þátttöku í vinnustofum ráðstefnunnar. Þátttakendur fá senda spurningalista um stöðu geðheilbrigðismála í sínu sveitarfélagi eftir 5. febrúar. Spurningarlistum þarf að skila til UMFÍ á netfangið ragnheidur@umfi.is fyrir 4. mars. Útkoma spurningalistanna koma til með að skipa mikilvægt hlutverk í vinnu ráðstefnunnar. Frekari upplýsingar um dagskrá og vinnutilhögun berast um miðjan febrúar.

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 80 manns eða tvo þátttakendur frá hverju sveitarfélagi auk starfsmanns ef vill. Þátttakendum yngri en 18 ára verður að fylgja fullorðinn einstaklingur. Þátttökugjald eru 12.000kr. fyrir hvern einstakling. Innifalið eru allar ferðir, uppihald og ráðstefnugögn.

Tómstunda og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að kanna áhuga ungmenna á ráðstefnunni og veitir heimild til að senda allt að þrjá fulltrúa.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 1. fundur - 12.04.2016

Rætt var um ráðstefnuna ungt fólk og lýðræði sem fór fram á Selfossi dagana 16-18 mars 2016.

Tveir fulltrúar Norðurþings sóttu ráðstefnuna.

Fyrir fundinum liggur ályktun ráðstefnunar.
Æskulýðs- og menningarnefnd vill nota tækifærið og hrósa UMFÍ fyrir vel heppnaða ungmennaráðstefnu. Einnig vill nefndin þakka Kristínu Kjartansdóttur og Evu Matthildi Benediktsdóttur fyrir að sækja ráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins.

Ráðstefnan fjallaði fyrst og fremst um stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi í dag. Ályktun ráðstefnunar má lesa inná vefsíðu UMFÍ eða á slóðinni:
http://media.wix.com/ugd/15590d_82e35dc3fb46493bb3ee300435d429eb.pdf

Einnig er bent á þátt frá sjónvarpsstöðinni N4 um ráðstefnuna sem er að finna inná youtube ef leitað er eftir "ungt fólk og lýðræði".