Byggðarráð Norðurþings

172. fundur 07. apríl 2016 kl. 17:00 - 19:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gunnlaugur Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Heimsókn frá Dvalarheimili aldraðra á Húsavík

201603063

Fyrir byggðarráð komu Jón Helgi Björnsson, Ásgeir Böðvarsson og Áslaug Halldórsdóttir. Þeim er þökkuð góð kynning á starfseminni og stöðu dvalarheimilisins. Byggðarráð samþykkir að heimila og ábyrgjast hækkun á yfirdrætti dvalarheimilisins samkvæmt ósk stjórnar.

2.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Önnu Ragnarsdóttur F.H. Fjörunnar Húsavík, Naustagarði 2

201604005

Fyrir byggðarráði liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna leyfisveitingar til handa Önnu Ragnarsdóttur f.h. Fjörunnar Húsavík, Naustagarði 2
Byggðarráð veitir erindinu jákvæða umsögn

3.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

201510113

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá 27/10, 15/12 2015, 19/1, 9/2, 1/3 og 14/3 2016
Lagt fram til kynningar

4.Beiðni um styrk til kaupa á vinnuvél

201604008

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um styrk frá Kirkjugörðum Húsavíkur vegna kaupa á vél
Byggðarráð hafnar erindinu

5.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra 2016

201602069

Fyrir byggðarráði liggur 181. fundargerði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 9. mars sl.
Lagt fram til kynningar

6.Sala á Sandvík

201602122

Fyrir byggðarráði liggur tilboð í eignarhlut Norðurþings í Sandvík
Byggðarráð samþykkir að heimila sölu á eigninni í samræmi við tilboðið.

7.Fundarboð aðalfundar Stapa lífeyrissjóðs 2016

201604011

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð í ársfund Stapa lífeyrissjóðs sem haldinn verður í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri, 4. maí nk.
Byggðarráð samþykkir að Olga Gísladóttir mæti fyrir hönd Norðurþings á fundinn.

8.Lagning ljósleiðara til Raufarhafnar

201603128

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Svalbarðshreppi varðandi þátttöku í lagningu ljósleiðara um Svalbarðshrepp vegna hugsanlegrar nýtingar ljósleiðarans fyrir íbúa Raufarhafnar.
Sveitarstjóra falið að ræða við Svalbarðshrepp um þýðingu þess fyrir Norðurþing að taka þátt í lagningu ljósleiðarans með tilliti til framtíðaráforma um lagningu ljósleiðara til Raufarhafnar.

9.Lokaskýrsla starfshóps um úrgangsmál

201604019

Fyrir byggðarráði liggur skýrsla starfshóps Sambands íslenskra sveitarfélaga um úrgangsmál, til kynningar og umsagnar.
Lagt fram til kynningar

10.Fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits

201604027

Fyrir byggðarráð liggur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir umræðu í sveitarstjórnum um breytingar á fyrirkomulagi heildbrigðiseftirlits á Íslandi.
Erindinu er vísað til framkvæmdarnefndar til umsagnar

11.XXX. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

201604028

Tilkynning um hverjir verði fulltrúar á landsþinginu f.h. Norðurþings
Óli Halldórsson og Jónas Einarsson verða fulltrúar Norðurþings á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 19:25.