Fara í efni

Litlagerði 5: Ónæði vegna umferðar um Þverholt

Málsnúmer 201606062

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 5. fundur - 15.06.2016

Sveitarfélaginu hefur borist bréf frá Húseigendafélaginu f.h. eigenda Litlagerðis 5 á Húsavík vegna mikils ónæðis sem stafað hefur frá stöðugri bílaumferð um Þverholt sl. ár.
Nefndin hefur þegar tekið ákvörðun um að lækka hraða á umræddu svæði sem mun hafa jákvæð áhrif á hljóðvist og mengun á svæðinu.

Ekki stendur til að fara í sértækar framkvæmdir sem snúa að hljóðmönum að svo stöddu.