Fara í efni

Umferðarhraði á götum Húsavíkur

Málsnúmer 201606067

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 5. fundur - 15.06.2016

Til umræðu tillögur að breytingum á umferðarhraða innan gatnakerfis Húsavíkur. Fulltrúi frá lögregluumdæminu sat fundinn og lagði fram hugmyndir að úrbótum á merkingum, hraðatakmörkunum ofl.
Framkvæmdanefnd samþykkir tillögur til úrbóta sem taka mið af hugmyndum lögreglu og Vegagerðarinnar varðandi breytingar á hámarkshraða í Þverholti, miðhafnasvæði og miðbæ.

Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að leita tilboða í færanlegan broskall sem dregur úr umferðarhraða.

Framkvæmdanefnd - 11. fundur - 08.12.2016

Fyrir framkvæmdanefnd liggja tillögur að úrbótum í umferðamálum. Mest aðkallandi eru úrbætur við sundlaug Húsavíkur og knattspyrnuvelli og þyrfti að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir þar hið fyrsta. Þar þarf að girða af gangstétt meðfram knattspyrnuvelli og færa gangbraut yfir Héðinsbrautina nær gatnamótum Héðinsbrautar og Laugarbrekku. Einnig þarf að marka nýja leið fyrir gangandi vegfarendur innan knattspyrnuvallar.
Framkvæmdanefnd samþykkir að fara í aðgerðir til þess að leysa brýnustu mál varðandi umferðaröryggi við íþróttasvæði.
Gert verður sleppistæði (e. drop-off area)sunnan við gamla kirkjugarð við Auðbrekku sem fyrst.
Búin verður til gönguleið í gegnum íþróttasvæðið ásamt því að girt verður af gangstétt meðfram Héðinsbraut.
Núverandi aðkomu að vallarhúsi verður lokað fyrir almennri umferð.
Framkvæmdafulltrúa er falið að vera í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa við úrlausn málsins.

Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa eftirfarandi:
1. Kanna möguleika á að setja upp hraðahindrun á þjóðveg 85 norðan Baldursbrekku.
2. Færa gangbraut gegnt sundlaug til suðurs nær gatnamótum Laugarbrekku.
3. Kanna möguleika á að setja hringtorg/umferðarljós á gatnamótum Laugarbrekku, þjóðvegar 85 og Auðbrekku.
4. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að kanna breytingu á vegstæði frá Húsavík að Laxamýri.