Byggðarráð Norðurþings

189. fundur 15. september 2016 kl. 16:00 - 18:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
  • Gunnlaugur Aðalbjarnarson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Aðalbjarnarson Fjármálastjóri - staðgengill sveitarstjóra
Dagskrá

1.Húsavík Adventures ehf. - heimsókn til byggðarráðs

201609195

Á fundinn mættu Gunnlaugur Hreinsson og Sigurður Veigar Bjarnason og ræddu stöðu og fyrirætlanir Húsavík Adventures ehf. á Húsavík.
Byggðarráð þakkar gestum heimsóknina

2.Byggðakvóti fiskveiðiársins 2016/2017

201609080

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem auglýst er eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiársins 2016/2017
Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir Raufarhöfn og Kópasker.

3.Fundargerð 842.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201609102

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 842. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin er lögð fram til kynningar

4.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2016

201609192

Fyrir byggðarráði liggja drög að fyrsta viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016
Byggðarráð samþykkir að leggja viðaukann fyrir sveitarstjórn

5.Fjárhagsáætlun 2017

201605113

Fjármálastjóri fór yfir stöðu áætlanagerðarvinnu 2017

Fundi slitið - kl. 18:30.