Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Fundargerð 843. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
201611013
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 843. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin er lögð fram
2.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra 2016
201602069
Fyrir byggðarráði liggur fundargerði heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 15. september 2017.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar
3.Lagning ljósleiðara til Raufarhafnar
201603128
Fyrir byggðarráði liggja drög að samkomulagi milli Svalbarðshrepp og Norðurþings um rekstur ljósleiðara til Raufarhafnar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera samning í samræmi við drögin og leggja fyrir byggðarráð til samþykktar.
4.Fjárhagsáætlun 2017
201605113
Fjármálastjóri fór yfir breytingar á forsendum á tekjum og gjöldum í áætlun.
Fundi slitið - kl. 18:00.