Fara í efni

Deiliskipulag við heimskautsgerði

Málsnúmer 201601040

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 7. fundur - 12.09.2016

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að skipulagslýsingu fyrir Heimskautsgerði við Raufarhöfn.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 60. fundur - 20.09.2016

Á 7. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað varðandi deiliskipulag við heimskautsgerði:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga."
Til máls tóku: Sif, Óli og Örlygur.

Tillagan er samþykkt samhljóða.



Skipulags- og umhverfisnefnd - 8. fundur - 11.10.2016

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag vegna heimskautsgerðis við Raufarhöfn.

Athugasemdir/ábendingar bárust frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti, Vegagerðinni og Skipulagsstofnun. Minjastofnun minnir á lagaskyldu til fornleifaskráningar. Vegagerðin óskar eftir samráði vegna vegtengingar við þjóðveg. Heilbrigðiseftirlit og Skipulagsstofnun tilkynna formlega að ekki séu gerðar athugasemdir við skipulagslýsinguna.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar framkomnar umsagnir. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að leita tilboða í gerð fornleifaskráningar á skipulagssvæðinu. Þess er óskað að skipulagsráðgjafi hafi samráð við Vegagerðina varðandi vegtengingu við þjóðveg.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 11. fundur - 13.12.2016

Nú er lokið fornleifaskráningu Raufarhafnarlands sem unnin var í tengslum við gerð deiliskipulags Heimskautsgerðis við Raufarhöfn.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi Heimskautsgerðis við Raufarhöfn sem unnin var af Teiknistofu Norðurlands.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 63. fundur - 13.12.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 11. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga."
Til máls tók: Sif.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 12. fundur - 17.01.2017

Tillaga að deiliskipulagi heimskautsgerðis við Raufarhöfn var tekið fyrir á fundi nefndarinnar 13. desember s.l.
Kynning skipulagstillögunnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga fór fram 4. janúar s.l.
Skipulagstillagan liggur fyrir óbreytt frá síðasta fundi.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði þannig auglýst og kynnt skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 64. fundur - 24.01.2017

Á 12. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Tillaga að deiliskipulagi heimskautsgerðis við Raufarhöfn var tekin fyrir á fundi nefndarinnar 13. desember s.l. Kynning skipulagstillögunnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga fór fram 4. janúar s.l.

Skipulagstillagan liggur fyrir óbreytt frá síðasta fundi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði þannig auglýst og kynnt skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 15. fundur - 04.04.2017

Nú er lokið kynningu deiliskipulags heimskautsgerðis við Raufarhöfn. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 67. fundur - 11.04.2017

Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt."
Til máls tók: Óli.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 19. fundur - 15.08.2017

Við afgreiðslu deiliskipulags Heimskautsgerði lágu ekki fyrir nýjar umsagnir frá Minjastofnun og Vegagerðinni. Báðar stofnanir gáfu umsagnir 30. maí s.l. þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagstillögu.

Nokkrar lagfæringar hafa verið gerðar á deiliskipulagsuppdrætti til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar frá 24. maí s.l.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti lagfærðan deiliskipulagsupprátt.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar að deiliskipulagið verði samþykkt eins og það liggur fyrir.

Byggðarráð Norðurþings - 223. fundur - 17.08.2017

Á 19. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar að deiliskipulagið verði samþykkt eins og það liggur fyrir."
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.