Sveitarstjórn Norðurþings

60. fundur 20. september 2016 kl. 16:00 - 19:15 á stjórnsýsluskrifstofu, Raufarhöfn
Nefndarmenn
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
 • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
 • Óli Halldórsson aðalmaður
 • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
 • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
 • Erna Björnsdóttir Forseti
 • Björn Halldórsson 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Áskorun til stjórnvalda

201609229

Fyrir fundinum liggja drög að sameiginlegri áskorun frá Skútustaðahreppi, Þingeyjarsveit og Norðurþingi, til stjórnvalda varðandi stöðvun línulagna Landsnets.
Til máls tóku: Kristján, Óli og Erna.

Sveitarstjórn samþykkir að senda áskorunina til íslenskra stjórnvalda.

2.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2016

201511026

Á 3. fundi æskulýðs - og menningarnefndar Norðurþings þann 16.ágúst 2016 var gerður viðauki við gjaldskrá íþróttamannvirkja.
Viðaukinn er tilkominn vegna opnunar íþróttahallarinnar á Húsavík utan hefðbundins opnunartíma.

Viðaukinn er eftirfarandi:
1/1 salur pr. klst. kr. 10.900
2/3 salur pr. klst. kr. 8.775
1/3 salur pr. klst. kr. 7.700
Litli salur/þreksalur pr. klst. kr. 7.700
Til máls tóku: Soffía, Erna og Gunnlaugur.

Gjaldskráin er samþykkt samhljóða.

3.Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2016

201609192

Á 189. fundi byggðarráðs var samþykkt að leggja fyrir sveitarstjórn, viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2016.
Sveitarstjóri kynnti viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2016.

Til máls tóku: Jónas, Soffía, Kristján, Óli og Gunnlaugur.

Sveitarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

4.Deiliskipulag við heimskautsgerði

201601040

Á 7. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað varðandi deiliskipulag við heimskautsgerði:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga."
Til máls tóku: Sif, Óli og Örlygur.

Tillagan er samþykkt samhljóða.5.Óskað er eftir samþykki stofnun lóðar út frá Þverá og að það fái nafnið Langholt

201609097

Á 7. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt."
Gunnlaugur vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessarar tillögu.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

6.Trésmiðjan Rein sækir um lóð að Höfðavegi 6

201609069

Á 7. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði úthlutað lóðinni."
Gunnlaugur vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessarar tillögu.

Til máls tóku: Jónas, Sif, Erna, Olga, Óli og Soffía.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

7.Trésmiðjan Rein sækir um raðhúsalóð að Lyngholti 42-48

201609068

Á 7. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði úthlutað lóðinni. Nefndin er reiðubúin að gera tillögu um breytta byggingarskilmála fyrir lóðina þannig að heimilað verði að byggja á henni sex íbúðir í stað þeirra fjögurra sem deiliskipulag heimilar."
Gunnlaugur vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessarar tillögu.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

8.Trésmiðjan Rein sækir um raðhúsalóð að Lyngholti 26-32

201609067

Á 7. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að Trésmiðjunni Rein verði úthlutað lóðinni. Nefndin er reiðubúin að gera tillögu um breytta byggingarskilmála fyrir lóðina þannig að heimilað verði að byggja á henni sex íbúðir í stað þeirra fjögurra sem deiliskipulag heimilar."
Gunnlaugur vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessarar tillögu.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

9.Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík.

201604068

Á 5. fundi fræðslunefndar var eftirfarandi bókað:

"Í dag er Leikskólinn Grænuvellir nánast fullsetinn. Auk þess að vísa til umfjöllunar fræðslunefndar um málið á fundi hennar þann 13. apríl sl. vísar nefndin til áætlunar Byggðastofnunar frá því í nóvember 2012 um áhrif framkvæmda á Bakka á starfa og íbúafjölda á Húsavík. Í skýrslunni kemur fram að gera má ráð fyrir að börnum á leikskólaaldri fjölgi um 40 í kjölfar framkvæmdanna.
Fræðslunefnd telur að nauðsynlegt sé að bæta við tveimur til þremur leikskóladeildum á Húsavík á næsta ári. Það sé því mikilvægt að vinna við uppbyggingu þeirra hefjist sem fyrst. Fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2017 stendur nú yfir og mikilvægt að gert sé ráð fyrir fjölgun leikskóladeilda innan hennar. Til að mæta þessari þörf leggur nefndin til að skoðaðir verði eftirfarandi kostir: Bygging nýs leikskóla, endurbætur á Túni og uppbygging a.m.k. tveggja leikskóladeilda í því húsi sem áfram gæti nýst sem frístundaheimili yngstu nemenda Borgarhólsskóla og félagsmiðstöð unglinga eða kaup á húsnæði sem rúmar leikskóladeild fyrir allt að 20 börn. Fræðslunefnd vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn."
Til máls tóku: Olga, Jónas, Óli, Sif, Soffía, Kristján og Erna.

Erna lagði fram eftirfarandi bókun:

"Sveitarstjórn felur fræðslunefnd að greina valkosti fyrir fjölgun leikskólaplássa á Húsavík og skila til sveitarstjórnar fyrir fund í nóvember."

Sveitarstjórn samþykkir framlagða bókun samhljóða.

10.Ungmennaráð Norðurþings 2016

201609118

Á 4. fundi æskulýðs- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað:

"Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því að tilnefningar í Ungmennaráð séu komnar í hús. Fulltrúarnir eru eftirfarandi: Aðalmenn Kristín Káradóttir FSH Fanný Traustadóttir FSH Bjartey Unnur Stefánsdóttir Öxarfjarðarskóli Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir Borgarhólsskóli Birkir Rafn Júlíusson Fulltrúi af vinnumarkaði Æskulýðs- og menningarnefnd mun boða Ungmennaráð til fundar við fyrsta tækifæri. Tilnefningum í Ungmennaráð er vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Til máls tóku: Óli og Erna.

Sveitarstjórn staðfestir tilnefningar í Ungmennaráð Norðurþings.

11.Skýrsla sveitarstjóra

201605083

Til máls tók: Kristján.

12.Byggðarráð Norðurþings - 181

1606011

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 181. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

13.Byggðarráð Norðurþings - 182

1607004

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 182. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

14.Byggðarráð Norðurþings - 183

1608001

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 183. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 5 "Bréf frá Framsýn stéttarfélagi Þingeyinga til Alþýðusambands Íslands: Jónas og Kristján.

Fundargerðin er lögð fram.

15.Byggðarráð Norðurþings - 184

1608005

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 184. fundar byggðarráðs Norðurþings.

Fundargerðin er lögð fram.

16.Byggðarráð Norðurþings - 185

1608009

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 185. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 12 "Húsnæðismál í Norðurþingi": Olga, Kristján og Soffía.


Fundargerðin er lögð fram.

17.Byggðarráð Norðurþings - 186

1608011

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 186. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 2 "Gentle Giants-Hvalaferðir ehf óska eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um kaup á Flókahúsi": Örlygur, Sif, Soffía, Jónas, Óli og Gunnlaugur.

Óli og Sif lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Vísað er til ákvörðunar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings 17. sept. 2014 um sölu Flókahúss og staðfestingu sveitarstjórnar á sömu fundargerð. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa Flókahús til sölu í samræmi við fyrrnefnda bókun. Í auglýsingu komi fram kvaðir kaupanda varðandi brunavarnir og lóðarmörk samkvæmt gildandi deiliskipulagi."

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Soffíu, Jónasar, Sifjar, Björns og Óla.

Örlygur og Olga sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Erna vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu á þessum lið fundargerðarinnar,

Til máls tóku undir lið 6 "Lagning ljósleiðara til Raufarhafnar": Jónas, Kristján, Soffía og Sif.

Fundargerðin er staðfest.

18.Byggðarráð Norðurþings - 187

1608012

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 187. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er staðfest.

19.Félagsmálanefnd - 6

1609001

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 6. fundar félagsmálanefndar.
Fundargerðin er staðfest.

20.Æskulýðs- og menningarnefnd - 4

1609002

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 4. fundar æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 2 "Bókasafnið á Raufarhöfn - flutningur í nýtt húsnæði": Óli.

Til máls tóku undir lið 6 "Sundlaug Raufarhafnar": Erna, Óli, Kristján og Olga.


Fundargerðin er staðfest.

21.Byggðarráð Norðurþings - 188

1609003

Fyrir sveitarstórn liggur til kynningar fundargerð 188. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er staðfest.

22.Fræðslunefnd - 5

1609004

Fyrir sveitarstjón liggur til kynningar fundargerð 5. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Fundargerðin er staðfest.

23.Framkvæmdanefnd - 8

1609005

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynnningar fundargerð 8. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 6 "Gatnagerð í Haukamýri":Gunnlaugur og Óli.

Til máls tók undir lið 4 "Aðalsteinn Árni Baldursson fjallskilastjóri í landi Húsavíkur gerir athugasemd varðandi viðhald á bæjargirðingu við Húsavík": Soffía.

Fundargerðin er staðfest.

24.Skipulags- og umhverfisnefnd - 7

1609006

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 7. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er staðfest.

25.Byggðarráð Norðurþings - 189

1609007

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 189. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er staðfest.

Fundi slitið - kl. 19:15.