Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 186

Málsnúmer 1608011

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 60. fundur - 20.09.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 186. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 2 "Gentle Giants-Hvalaferðir ehf óska eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um kaup á Flókahúsi": Örlygur, Sif, Soffía, Jónas, Óli og Gunnlaugur.

Óli og Sif lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Vísað er til ákvörðunar framkvæmda- og hafnanefndar Norðurþings 17. sept. 2014 um sölu Flókahúss og staðfestingu sveitarstjórnar á sömu fundargerð. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa Flókahús til sölu í samræmi við fyrrnefnda bókun. Í auglýsingu komi fram kvaðir kaupanda varðandi brunavarnir og lóðarmörk samkvæmt gildandi deiliskipulagi."

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Soffíu, Jónasar, Sifjar, Björns og Óla.

Örlygur og Olga sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Erna vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu á þessum lið fundargerðarinnar,

Til máls tóku undir lið 6 "Lagning ljósleiðara til Raufarhafnar": Jónas, Kristján, Soffía og Sif.

Fundargerðin er staðfest.