Sveitarstjórn Norðurþings

67. fundur 11. apríl 2017 kl. 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
 • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
 • Óli Halldórsson aðalmaður
 • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
 • Erna Björnsdóttir Forseti
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir móttökustjóri
Dagskrá

1.Beiðni um tímabundið leyfi frá störfum í sveitarstjórn Norðurþings

201703098

Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi breytingar á aðal- og varamanni B-lista í byggðaráði Norðurþings og varamanni í fræðslunefnd Norðurþings, í tímabundnu leyfi Gunnlaugs Stefánssonar sem samþykkt var á síðasta fundi sveitarstjórnar þann 21. mars 2017.

Í tímabundnu leyfi Gunnlaugs Stefánssonar aðalmanns í byggðaráði Norðurþings verður aðalmaður Soffía Helgadóttir og varamaður Hjálmar Bogi Hafliðason, til 31. október 2017.

Í tímabundnu leyfi Gunnlaugs Stefánssonar varamanns Annýjar Petu Sigmundsdóttur í fræðslunefnd, verður varamaður Jón Grímsson, til 31. október 2017.
Samþykkt samhljóða.

2.Breyting aðalskipulags Holtahverfis

201612058

Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd telur að þær athugasemdir sem bárust við deiliskipulagsbreytingu gefi ekki tilefni til breytinga á auglýstri tillögu að aðalskipulagsbreytingu. Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu verði samþykkt eins og hún var kynnt og skipulags og byggingarfulltrúa falið senda tillöguna til yfirferðar hjá Skipulagsstofnun."
Samþykkt samhljóða.

3.Breyting deiliskipulags Holtahverfis

201612059

Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Nefndin gerir eftirfarandi tillögur til sveitarstjórnar um viðbrögð við athugasemdunum: 1.1: Nefndin fellst á að fella niður ákvæði um lágmarkshalla þaka í því ljósi að þegar hefur ítrekað verið vikið frá þessu ákvæði. 1.2: Nefndin fellst á að á lóðinni að Lyngholti 26-32 verði gert ráð fyrir fjögurra íbúða raðhúsi með bílgeymslum eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir en á lóðinni að Lyngholti 42-52 megi byggja allt að sex íbúðir án bílgeymslu eins og kynnt var. 2.1: Nefndin tekur ekki undir að tímasetning kynningar skipulagslýsingar og kynningarfundar hafi verið sérlega gagnrýniverð. Skipulagslýsingin er einfalt skjal sem fyrst og fremst er ætlað kynna áætlan um að leggja fram skipulagstillögu og tilgreina hvernig fyrirhugað er að standa að vinnslu hennar. Lýsingin í þessu tilviki samanstóð af þremum myndskreyttum A4 blöðum af einföldum og fljótlesnum texta sem hægt var að nálgast um heimasíðu Norðurþings. Slík lýsing krefst varla langrar yfirlegu þeirra sem vilja kynna sér málið. Það er ekki skipulags- og umhverfisnefndar að fjalla sérstaklega um samkomulag Norðurþings við PCC SR, en á það bent að samkomulagið felur í sér eðlilega fyrirvara um afgreiðslu skipulagsbreytinga. Nefndin tekur ekki undir sjónarmið um að breytingartillagan feli í sér verulegar breytingar. Gatnakerfi er það sama og áður var, sem og lóðarskipan að mestu. Heimilað byggingarmagn í hverfum við Langholt (byggingarsvæði C, D & E) vex um 3,3% skv. útreikningum skipulagsfulltrúa og íbúðum fjölgar um 15 (16%). Nefndin telur athugasemdir þessa töluliðar ekki gefa tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni. 2.2: Nefndin telur að uppbygging lágreistra og lítilla parhúsa á 13 lóðum geti fallið prýðilega að þeirri byggð einbýlishúsa og raðhúsa sem fyrir er á svæðinu. Parhúsin verða um margt svipuð þeim fjölbreyttu einbýlishúsum sem þegar hafa byggst á svæðinu. Nefndin tekur undir sjónarmið bréfritara um að umrætt byggingarland henti vel undir einbýlishús ekki síður en parhús. Við húsnæðisúttekt á síðasta ári kom hinsvegar skýrlega fram að skortur væri á minni íbúðum í sérbýli á Húsavík, en hér væri óvenju hátt hlutfall einbýlishúsa. Því var mótuð sú stefna að skynsamlegt væri að skipuleggja lóðir undir minni sérbýli eins og hér er horft til. Skipulags- og umhverfisnefnd telur athugasemdir þessa töluliðar ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. 2.3: Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir sjónarmið bréfritara um að líkur séu til þess að umferð um Langholt aukist nokkuð vegna þeirra skipulagsbreytinga sem um ræðir. Þó heimilað byggingarmagn sé aðeins að aukast um 3,3% frá gildandi deiliskipulagi horfir til þess að íbúðum fjölgi um 15 (16%). Skynsamlegt virðist að áætla að umferðaraukning verði þarna á milli, eða af stærðargráðunni 10%. Nefndin telur að skipulagsbreytingin muni hafa óveruleg áhrif á umferð um þegar byggðar íbúðargötur í Holtahverfi. Nefndin getur á þeim grunni alls ekki tekið undir sjónarmið bréfritara um "stóraukna umferð" eða "umtalsverð umhverfis- og samfélagsleg áhrif". Almennt virðist ekki skynsamlegt að draga þá ályktun að breytingin muni fela í sér "verulega rýrnun lífsgæða fyrir íbúa í Holtahverfi". Skipulags- og umhverfisnefnd telur athugasemdir þessa töluliðar ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. 3.1: Nefndin tekur ekki undir að tímasetning kynningar skipulagslýsingar og kynningarfundar hafi verið sérlega gagnrýniverð. Skipulagslýsingin er einfalt skjal sem fyrst og fremst er ætlað kynna áætlan um að leggja fram skipulagstillögu og tilgreina hvernig fyrirhugað er að standa að vinnslu hennar. Lýsingin í þessu tilviki samanstóð af þremum myndskreyttum A4 blöðum af einföldum og fljótlesnum texta sem hægt var að nálgast um heimasíðu Norðurþings. Slík lýsing krefst varla langrar yfirlegu þeirra sem vilja kynna sér málið. Það er ekki skipulags- og umhverfisnefndar að fjalla sérstaklega um samkomulag Norðurþings við PCC SR, en á það bent að samkomulagið felur í sér eðlilega fyrirvara um afgreiðslu skipulagsbreytingar. Nefndin telur ekki að ráðstöfun lóða til PCC SR brjóti í bága við vinnureglur um lóðarúthlutanir í Norðurþingi þar sem segir skýrlega í gr. 3.4: "Skipulags- og byggingarnefnd er í sérstökum tilvikum heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, öðrum en einbýlishúsalóðum, án undangenginna auglýsinga, þegar sótt er um lóðir innan skipulagðra svæða eða á óskipulögðum svæðum, sem ekki hafa verið auglýstar sem byggingarlóðir. Endanleg úthlutun getur þó ekki farið fram fyrr en að loknum skipulagsbreytingum, sé þeirra þörf og að fengnu samþykki sveitarstjórnar." Skipulags- og umhverfisnefnd telur athugasemdir þessa töluliðar ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. 3.2: Heimilað byggingarmagn á byggingarsvæðum C, D og E við Langholt eykst um 3,3% frá gildandi deiliskipulagi og íbúðum fjölgar um 15 (16%). Skynsamlegt virðist að áætla að umferðaraukning í Langholti verði þarna á milli, eða af stærðargráðunni 10%. Sú umferð mun fara um Langholt og Þverholt og etv. eitthvað um Baughól meðan ekki hefur verið opnuð önnur leið frá Langholtshverfunum. Hlutfallsleg umferðaraukning í Þverholti verður, eðli máls skv., verulega lægri en í Langholti. Ekki verður því séð að umferðaraukningin um Þverholt muni valda umtalsverðri aukningu á hávaða- og loftmengun við Baughól og Stórhól. Skipulags- og umhverfisnefnd telur athugasemdir þessa töluliðar ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að götustubbur sem til bráðabirgða er nefnt x-holt á deiliskipulagstillögunni verði gefið heitið Lágholt með tilvísun til örnefnisins Breiðulágar. Ennfremur leggur nefndin til að y-holt verði nefnt Hraunholt með vísan til nýuppgötvaðs hrauns í götustæðinu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem lagðar eru til undir töluliðum 1.1 og 1.2. hér að ofan. Gildistaka skipulagsins verði auglýst þegar samhliða auglýst aðalskipulagsbreyting hefur öðlast gildi."

Samþykkt samhljóða.

4.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis

201411063

Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Nefndin fellst á óskir lóðarhafa um að heimila þakhalla Flókahúss að Hafnarstétt 13 í 25°, en telur ekki rétt að samþykkja umbeðna aukningu í mænishæð í ljósi þess að önnur hús á svæðinu eru lægri. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem búið er að gera og gildistaka þess auglýst."
Samþykkt samhljóða.

5.Deiliskipulag við heimskautsgerði

201601040

Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt."
Til máls tók: Óli.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um skráningu nýrrar landeignar Klifshaga 2, Öxarfirði

201703147

Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnunin verði samþykkt."
Samþykkt samhljóða.

7.Landsnet; Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna strenglagnar frá nýju tengivirki Landsnets á Bakka að tengivirki PCC BakkiSilicon hf.

201704001

Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fullnægjandi gögn hafi verið lögð fram með umsókn og að framkvæmdin sé í samræmi við deiliskipulag. Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að leyfið verði veitt."
Samþykkt samhljóða.

8.Skýrsla sveitarstjóra

201605083

Sveitarstjóri fer yfir verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Til máls tóku: Kristján og Hjálmar.

Hjálmar og Soffía leggja fram eftirfarandi bókun:
"Samkvæmt þjónustukönnun Gallup sem bæjarstjóri ræddi um á fundi sveitarstjórnar í janúar hefur ánægja með stjórnsýslu Norðurþings minnkað. Það er mikilvægt að bregðast við því og bæta úr. Liður í því er t.d. að tryggja að kjörnir fulltrúar fái nauðsynleg gögn fyrir fundi þannig að hægt sé að taka upplýsta og ígrundaða ákvörðun. Það er á ábyrgð formanna nefnda og kjörinna fulltrúa og lýtur ekki að starfsfólki sveitarfélagsins."

Skýrslan er lögð fram.

9.Hafnanefnd - 13

1703020

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 13. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

10.Skipulags- og umhverfisnefnd - 17

1703021

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 17. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

11.Félagsmálanefnd - 12

1703023

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 12. fundar félagsmálanefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 2 "Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Norðurþings 2014-2018": Hjálmar.

Fundargerðin er lögð fram.

12.Framkvæmdanefnd - 15

1703024

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 15. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 2 "Ný slökkvistöð á Húsavík - framvinda mála": Óli, Hjálmar, Kristján og Soffía.


Óli leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Ljóst má vera að kostnaðaráætlun vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar sem kynnt var á 15. fundi framkvæmdanefndar er umtalsvert hærri en þær forsendur sem finna má í fjárhagsáætlun ársins 2017.
Á síðustu vikum hefur rekstrarmynd slökkviliðs Norðurþings skýrst, þ.m.t. samlegðarmöguleikar á nýtingu húsnæðis. Vinna við endurskoðun á rýmisþörf er þegar hafin með tilliti til ofangreindra atriða.
Niðurstöðum úr þeirri vinnu má vænta á næstunni og skynsamlegt er því að bíða með framkvæmd lokahönnunar þar til þessi endurskoðun liggur fyrir.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að fresta lokahönnunarvinnu þar til áðurnefndar niðurstöður liggja fyrir."

Tillagan er samþykkt samhljóða.


Til máls tóku undir lið 4 "Ísland ljóstengt 2017": Soffía, Kristján, Hjálmar, Óli, Kjartan, Olga, Örlygur, Sif og Jónas.

Soffía leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa umræðu um lagningu ljósleiðara í Norðurþingi til byggðarráðs."

Tillagan er samþykkt samhljóða.Fundargerðin er lögð fram.13.Byggðarráð Norðurþings - 210

1703022

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 210. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 2 "Atvinnumál - staða ýmissa verkefna": Hjálmar, Kristján og Óli.


Fundargerðin er lögð fram.

14.Byggðarráð Norðurþings - 211

1704002

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 211. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið.