Fara í efni

Landsnet; Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna strenglagnar frá nýju tengivirki Landsnets á Bakka að tengivirki PCC BakkiSilicon hf.

Málsnúmer 201704001

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 15. fundur - 04.04.2017

Óskað er eftir leyfi til að leggja 11 og 33 kV háspennustrengi frá tengivirki Landsnets að Tröllabakka 6 að lóðinni að Bakkavegi 2. Meðfylgjandi umsókn er ítarleg lýsing mannvirkja og nánari upplýsingar um framkvæmdina ásamt yfirlitskorti, teikningum og öðrum upplýsingum í samræmi við 7. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fullnægjandi gögn hafi verið lögð fram með umsókn og að framkvæmdin sé í samræmi við deiliskipulag.

Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að leyfið verði veitt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 67. fundur - 11.04.2017

Á 17. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fullnægjandi gögn hafi verið lögð fram með umsókn og að framkvæmdin sé í samræmi við deiliskipulag. Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að leyfið verði veitt."
Samþykkt samhljóða.