Fara í efni

Framkvæmdanefnd - 15

Málsnúmer 1703024

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 67. fundur - 11.04.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 15. fundar framkvæmdanefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 2 "Ný slökkvistöð á Húsavík - framvinda mála": Óli, Hjálmar, Kristján og Soffía.


Óli leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Ljóst má vera að kostnaðaráætlun vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar sem kynnt var á 15. fundi framkvæmdanefndar er umtalsvert hærri en þær forsendur sem finna má í fjárhagsáætlun ársins 2017.
Á síðustu vikum hefur rekstrarmynd slökkviliðs Norðurþings skýrst, þ.m.t. samlegðarmöguleikar á nýtingu húsnæðis. Vinna við endurskoðun á rýmisþörf er þegar hafin með tilliti til ofangreindra atriða.
Niðurstöðum úr þeirri vinnu má vænta á næstunni og skynsamlegt er því að bíða með framkvæmd lokahönnunar þar til þessi endurskoðun liggur fyrir.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að fresta lokahönnunarvinnu þar til áðurnefndar niðurstöður liggja fyrir."

Tillagan er samþykkt samhljóða.


Til máls tóku undir lið 4 "Ísland ljóstengt 2017": Soffía, Kristján, Hjálmar, Óli, Kjartan, Olga, Örlygur, Sif og Jónas.

Soffía leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa umræðu um lagningu ljósleiðara í Norðurþingi til byggðarráðs."

Tillagan er samþykkt samhljóða.



Fundargerðin er lögð fram.