Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

11. fundur 13. desember 2016 kl. 09:30 - 12:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfull
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Stækkun þjónustusvæðis við Héðinsbraut

Málsnúmer 201611080Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags og deiliskipulags við Höfðaveg og Héðinsbraut. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Skipulagsstofnun, bréf dags. 2. desember: Gera þarf grein fyrir helstu forsendum skipulagsgerðar sem tengjast fjölgun ferðamanna og þjónustuþörf í sveitarfélaginu. Setja þarf fram stefnu um umfang og yfirbragð mannvirkja og starfsemi á þessum hluta miðsvæðisins til nánari útfærslu í deiliskipulagi. Ástæða er til að huga að húsvernd á svæðinu og fjalla nánar um þessar fyrirætlanir í skipulagstillögunum. Gera þarf grein fyrir hugsanlegum áhrifum landnotkunarbreytingarinnar á aðliggjandi íbúðarsvæði og gatnakerfi/umferð. Skipulagsferlið hefði átt að vera tímasett í skipulagslýsingu. Minnt er á að taka þarf aðalskipulagsbreytingu fyrir í sveitarstjórn eftir auglýsingu og hefur sveitarstjórn 12 vikur til að afgreiða samþykkta tillögu.
2. Minjastofnun, bréf dags. 2. desember: Ekki gerðar athugasemdir við skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar.
3. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, bréf dags. 5. desember: Ekki gerð athugasemd við lýsingu aðalskipulagsbreytingar.
4. Umhverfisstofnun, bréf dags. 7. desember. Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsingu.
5. Vegagerðin, tölvupóstur 8. desember. Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsingu.

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir opnum almennum fundi þann 29. nóvember þar sem skipulagshugmyndir voru kynntar til samræmis við ákvæði 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalaskipulagsbreytingu þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til yfirferðar á Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa síðan skv. 31. gr. sömu laga.

2.Breyting deiliskipulags Höfðavegar

Málsnúmer 201611081Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags og deiliskipulags við Höfðaveg og Héðinsbraut. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Skipulagsstofnun, bréf dags. 2. desember: Ástæða er til að huga að húsvernd á svæðinu og fjalla nánar um fyrirætlanir um niðurrif og viðbyggingar eldri húsa í skipulagstillögunum.
2. Minjastofnun, bréf dags. 2. desember: Minnt er á að tillaga að breytingu deiliskipulags muni fjalla um mögulegar breytingar á friðuðu húsi að Héðinsbraut 3 (Hlöðufelli). Fyrirhuguð viðbygging við Héðinsbraut 3 þarf að falla að hinu friðaða húsi m.t.t. hlutfalla og útlits og ekki bera það ofurliði. Breytingar á Héðinsbraut 3 eru háðar samþykki Minjastofnunar Íslands. Tillaga að breytingu deiliskipulags þarf að koma til umsagnar hjá Minjastofnun Íslands.
3. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, bréf dags. 5. desember: Það er mat Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra að svo löng hótelbygging eins og kynnt er í gögnum á sameinaðri lóð við Héðinsbraut sé í andstöðu við eldri byggingar og valda neikvæðum sjónrænum áhrifum.
4. Umhverfisstofnun, bréf dags. 7. desember. Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsingu.
5. Vegagerðin, tölvupóstur 8. desember. Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsingu.
6. Bjarni Þór Björgvinsson, Höfðavegi 7c, tölvupóstur 28. nóvember: Bjarna lýst illa á að búa til óþarfa umferð um Höfðaveg eins og hann telur deiliskipulagshugmynd bera með sér.
7. Guðmundur Þráinn Kristjánsson, Höfðavegi 8, tölvupóstur 28. nóvember: Guðmundur lýsir yfir áhyggjum af aukinni umferð um Höfðaveg vegna uppbyggingar gistiheimilis við Héðinsbraut.


Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir opnum almennum fundi þann 29. nóvember þar sem skipulagshugmyndir voru kynntar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar þær athugasemdir sem bárust.
Nefndin telur að þær breytingar sem lagðar eru til á deiliskipulagi muni í eðli sínu frekar draga úr umferð um Höfðaveg.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagsbreytingu þar sem tekið hefur verið tillit til framkominna athugasemda að nokkru leyti. Skipulagstillagan felur í sér að aðkoma að lóð gistiheimilis verður frá Héðinsbraut en ekki Laugabrekku til að draga úr umferð framhjá Laugarbrekku 1. Ennfremur verður ný gata frá Laugarbrekku að Höfðavegi færð fjær Laugarbrekku 1.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt skv. 41. gr. skipulagslaga samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna eigendum húseigna að Laugarbrekku 1 og 3 Héðinsbraut 5, 7, 9, 11 og 15 auk eigenda Höfðavegar 4, 8, 10 og 12 skipulagstillöguna.

3.Deiliskipulag við heimskautsgerði

Málsnúmer 201601040Vakta málsnúmer

Nú er lokið fornleifaskráningu Raufarhafnarlands sem unnin var í tengslum við gerð deiliskipulags Heimskautsgerðis við Raufarhöfn.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að deiliskipulagi Heimskautsgerðis við Raufarhöfn sem unnin var af Teiknistofu Norðurlands.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga.

4.Breyting aðalskipulags Holtahverfis

Málsnúmer 201612058Vakta málsnúmer

Til stendur að breyta deiliskipulagi Holtahverfis. Breytingin fælist í því að fjölga íbúðum á óbyggðu s.k. E-svæði með því að breyta hluta einbýlishúsalóða í parhúsalóðir. Ennfremur yrði tveimur óbyggðum raðhúsalóðum breytt úr fjögurra íbúða lóðum í sex íbúða lóðir. Þannig myndi íbúðum fjölga um nálega 17 við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu. Í ljós hefur komið að misræmi er í afmörkun íbúðarsvæðis Í13 í aðalskipulagi og gildandi deiliskipulags Holtahverfis. Nefndin telur því nauðsynlegt að breyta aðalskipulagi á svæðinu, bæði afmörkun íbúðarsvæðis og fjölda íbúða.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgafa að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags og deiliskipulags Holtahverfis.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Ennfremur verði skipulagsfulltrúa falið að kynna skipulagshugmyndir skv. 3. mgr. 30. gr.

5.Breyting deiliskipulags Holtahverfis

Málsnúmer 201612059Vakta málsnúmer

Um nokkurt skeið hefur legið fyrir vilji sveitarstjórnar til þess að breyta deiliskipulagi E-svæðis Holtahverfis með það fyrir augum að fjölga íbúðum á svæðinu. Breytingin fælist í að breyta 13 einbýlishúsalóðum í parhúsalóðir. Jafnframt yrði heimilað að byggja sex íbúða raðhús á tveimur óbyggðum raðhúsalóðum í stað fjögurra íbúða húsa. Fyrir liggja hugmyndir PCC Seaview Residences um uppbyggingu á svæðinu sem og tillaga að deiliskipulagsbreytingu frá Helga Hafliðasyni arkitekt.
Við vinnslu breytingartillögu kom í ljós að tilefni var til breytingar aðalskipulags á svæðinu samhliða deiliskipulagsbreytingunni. Af því tilefni hefur verið unnin tillaga að skipulagslýsingu fyrir skipulagsbreytingarnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

6.Verkefnið Raufarhöfn og framtíðin óskar eftir að SR lóðin á Raufarhöfn verði deiliskipulögð

Málsnúmer 201611129Vakta málsnúmer

Silja Jóhannesdóttir f.h. verkefnisins Raufarhöfn og framtíðin fer þess á leit við Norðurþing að SR lóðin verði deiliskipulögð svo að næstu skref séu í samræmi við ákveðið skipulag. Þessi ósk er í samræmi við vilja íbúa sem kom fram á íbúaþingi sem lagt var til grundvallar markaðssetningu ofangreinds verkefnis.
Einnig er bent á að sveitarstjórn barst nýverið ályktun frá íbúum varðandi það að mjölhúsið verði fyrsta skref í að byggja upp á SR lóð. Það er hugsað sem svo að gott sé að eiga stórt húsnæði sem er vel klætt nálægt höfninni bæði til að hýsa þá sem nú eru þar og svo til annarra tækifæra.

Skipulags- og umhverfisnefnd mun skoða möguleika á vinnu við deiliskipulag s.k. SR lóðar á Raufarhöfn þegar fyrir liggur fjárhagsáætlun komandi árs.

7.Umsókn um stofnun lóðar á Reykjavöllum í Reykjahverfi

Málsnúmer 201612012Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 16.166 m² lóðar undir og umhverfis útihús að Reykjavöllum í Reykjahverfi. Fyrir fundi er hnitsett teikning af afmörkun lóðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt, með fyrirvara um að skilað verði inn skriflegu samþykki aðliggjandi landeigenda vegna landamerkja.

8.Trésmiðjan Val ehf hefur áhuga á að byggja við gatnamót Ásgarðsvegar og Grundargarðs og óskar umsagnar.

Málsnúmer 201611119Vakta málsnúmer

Trésmiðjan Val ehf lýsir yfir áhuga á að skoðaðir verði möguleikar á uppbyggingu íbúðarhúss á lóðarbletti við gatnamót Ásgarðsvegar og Grundargarðs (austan við Lummu).
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar ábendingu sem felst í erindinu. Horft er til þess að skoða uppbyggingu á reitnum þegar farið verður yfir mögulega þéttingu byggðar á Húsavík.

9.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi að Keldunesi II

Málsnúmer 201611125Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Skipulagsnefndar um endurnýjun rekstrarleyfis til sölu gistingar og áfengis að Keldunesi II í Kelduhverfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

10.Veiðifélag Mýrarkvíslar sækir um byggingarleyfi fyrir húsi að Langholti Reykjahverfi

Málsnúmer 201612021Vakta málsnúmer

Óskað er leyfis til að byggja 110,4 m² veiðihús á lóðinni Langholti úr landi Þverár í Reykjahverfi. Fyrir liggur teikning unnin af Haraldi S. Árnasyni.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð húsbygging sé í samræmi við áður kynntar hugmyndir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.

11.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis á Húsavík

Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer

Við yfirferð Skipulagsstofnunar á málsmeðferð breytingar deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík sem afgreitt var á vordögum kom í ljós ágalli á ferlinu. Stofnunin leggur því til að kynnt verði nýtt deiliskipulag fyrir svæðið sem inniheldur þær breytingar sem ætlunin er að gera.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að láta sameina greinargerðir skipulagsbreytinga frá 2012 og 2016 án breytinga á skipulagsákvörðunum. Nefndin telur ekki tilefni til að breyta fyrirliggjandi deiliskipulagsuppdrætti frá maí 2016. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sú tillaga að deiliskipulagi verði kynnt skv. ákvæðum 41. gr. skipulagslaga.

Fundi slitið - kl. 12:00.