Fara í efni

Faglausn f.h. Garðvíkur ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu, breytingar á innra skipulagi og stækkun lóðar.

Málsnúmer 201709049

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 20. fundur - 12.09.2017

Óskað er eftir leyfi til innri breytinga á núverandi húsi og uppbyggingar viðbyggingar að Kringlumýri 2. Ennfremur er óskað lóðarstækkunar til austurs og norðurs. Með erindi fylgja teikningar unnar af Faglausn.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða þann hluta erindis sem snýr að innri breytingum í núverandi húsnæði. Varðandi lóðarstækkun og fyrirhugaða viðbyggingu telur nefndin að vinna þurfi deiliskipulag af svæðinu áður en afstaða er tekin.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að undirbúa vinnu að deiliskipulagi.