Fara í efni

Framkvæmdanefnd

20. fundur 23. ágúst 2017 kl. 16:00 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Arnar Guðmundsson aðalmaður
  • Sigurður Ágúst Þórarinsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá
Ketill Gauti Árnason sat fundinn undir 1. lið.
Smári Jónas Lúðvíksson sat fundinn undir liðum 2-4.

1.Endurskoðun leiguverðs félagslegra íbúða Norðurþings

Málsnúmer 201708065Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til hækkunar húsaleigu leiguíbúða í eigu sveitarfélagsins og hvaða leið sé vænlegast að fara til að ákvarða hækkunina.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra hækkun húsaleigu m.v. fast fermetraverð og leggja fram í formlegu skjali á næsta fundi framkvæmdanefndar til samþykktar.

2.Landleigusamningur um Saltvíkehf2

Málsnúmer 201609033Vakta málsnúmer

Ítekað hafa girðingar legið niðri og hross sloppið af því svæði sem skilgreint er í samningi "Leigusamningur (A) v/ Saltvík ehf kt.500605-0220; 43,0 ha".
Erindi með athugasemdum hafa verið send á leigutaka og honum gefinn kostur á að bæta ástand girðinga ásamt því að leggja fram þá áætlun um áburðardreifingu sem farið er fram á í leigusamning, en engin viðbrögð hafa fengist við þeim.
Vegna endurtekinna brota á fyrrgreindum leigusamningi, þrátt fyrir kröfur um úrbætur er honum vísað til meðferðar í framkvæmdanefnd.
Hjalmar Bogi vék af fundi við afgreiðsla þessar liðar.

Framkvæmdanefnd lítur brotin alvarlegum augum og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að boða leigutaka á fund þar sem brot á leigusamningi verða rædd ásamt mögulegri framlengingu á leigusamningi.
Málið verður tekið fyrir á næsta fundi framkvæmdanefndar.

3.Upptaka á fyrirkomulagi landleigusamninga 2017

Málsnúmer 201702177Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að skipuleggja umgjörð á leigu beitarhólfa á landi í eigu Norðurþings og koma þeim málum í fastar skorður sem auðvelt verður fyrir sveitarfélagið að hafa umsjón með.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samráði við hagsmunaaðila og leggja fyrir fundinn að nýju.

4.Almennt um sorpmál 2017

Málsnúmer 201701101Vakta málsnúmer

Sel ehf og Norðurþing áttu fund fyrir skemmstu þar sem rædd voru sorphirðumál austursvæðis til framtíðar. Á fundi framkvæmdanefndar verða kynnt þau mál sem rædd voru á fundinum.
Smári Jónas Lúðvíksson ræðir helstu mál og næstu skref varðandi sorpmál sveitarfélagsins.
Smári Jónas Lúðvíksson fór yfir helstu mál sem snúa að sorphirðu og sorpurðun í sveitarfélaginu.
Gæsahamur er eftir sem áður gjaldskyldur úrgangur, enda hægt að losa þann úrgang í almennt heimilissorp eða með notkun klippikorta í sorpmóttöku.
Stefnt verður að því að flytja inn moltu frá Moltu ehf á Akureyri og almenningi gefinn kostur á að nýta hana.

5.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til endanlegs útlits á nýrri slökkvistöð.
Framkvæmdanefnd telur bogadregið þak slökkvistöðvar fallegra, en á móti kemur að það mun stinga í stúf við aðrar byggingar í nágrenninu.
Einnig er verðmunur á þessum tveimur valkostum töluverður, bogaþaki í óhag.
Framkvæmdanefnd vísar málinu til ákvörðunar í byggðaráði.

Hjalmar Bogi Hafliðason óskar bókað:
Bogadregið þak á þessum stað er ekki fallegra.

6.Ósk um afturköllun á netaveiðileyfum til silungsveiða

Málsnúmer 201707122Vakta málsnúmer

Norðurþingi hefur borist erindi frá veiðifélögum við Laxá, Reykjadalsá og Mýrarkvísl þar sem þess er farið á leit að sveitarfélagið afturkalli útgefin veiðileyfi til netaveiði nærri ósum fyrrgreinds vatnasviðs.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til málsins.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að fá álit frá Hafrannsóknarstofnun/Fiskistofu um málið og leggja fyrir fund framkvæmdanefndar að nýju þegar álit liggur fyrir.

7.Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna lagningar nýrrar gangbrautar við gatnamót Laugarbrekku - Auðbrekku og 85

Málsnúmer 201707110Vakta málsnúmer

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi til Norðurþings fyrir gerð gangbrautar á Héðinsbraut norðan Auðbrekku.
Framkvæmdanefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir gerð gangbrautar yfir Héðinsbraut, norðan Auðbrekku.

8.Beiðni um að nýta "soðhús" og "lýsishús" á Raufarhöfn undir sýninguna "Þorpið".

Málsnúmer 201708060Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til beiðni um að Norðurþing leggi til eignir á SR lóð, Soðhús og Lýsishús, undir sýninguna Þorpið sem er hönnuð af Þórarni Blöndal og Finn Arnari í samvinnu við Daníel Hansen. Norðurþing mun eiga húsið og leita leiða til að koma þessari sýningu upp í samvinnu við hönnuði og framkvæmdaaðila. Samvinnan yrði í þá veru að gerður yrði samningur við framkvæmdaraðila um afnot af húsinu og jafnvel einhvers konar aðkomu að uppbyggingu hússins.

Verkefnið var kynnt af undirrituðum inn í framkvæmdanefnd og sveitarstjórn árið 2016 og var mikill áhugi fyrir hendi að koma að styðja við verkefnið. Stuðningur við þetta verkefni er í takt við þá stefnu Norðurþings að gera upp SR lóðina og er vilji íbúa einnig á bakvið þetta verkefni skv. umræðum á íbúafundum.
Framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja viðræður um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.

9.Staða gatnaframkvæmda 2017

Málsnúmer 201701037Vakta málsnúmer

Hönnunargögn eru að detta í hús vegna þeirra gatnaframkvæmda sem fyrirhugaðar eru í ár. Vegna þess hversu seint þessi gögn eru að skila sér til okkar, þá er óvíst hvort malbikunarframkvæmdir sem tengjast þeim verkefnum náist fyrir veturinn. Því er spurning hvort þeim fjármunum sem áætlaðir voru í nýlagnir malbiks sé betur varið í viðgerðir og yfirlagningu þ.a. þeir fjármunir nýtist á þessu ári, frekar en að færa þessa fjármuni yfir á næsta ár.
Til stendur að setja eins mikið af malbiksviðgerðum og kostur er inn á framkvæmdaáætlun 2018 til þess að nýta þá aðstöðu sem Hlaðbær Colas hefur sett upp hér á staðnum. Allt gatnaviðhald sem framkvæmt yrði í ár myndi því dragast frá þeim verkefnun sem þyrfti að framkvæma á næsta ári.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvaða leið skuli valin í þessu máli.
Framkvæmdanefnd samþykkir að nýta það fjármagn sem áætlað var til malbikunar í tengslum við nýframkvæmdir í ár, til viðhalds gatna.
Markmiðið er að malbikun í tengslum við nýframkvæmdir þessa árs flytjist til ársins 2018.

10.Aðgengi að íþróttavelli og tjaldstæði á Húsavík

Málsnúmer 201606068Vakta málsnúmer

Fela þarf skipulags- og bygginganefnd að koma breyttum vegtengingum við íþróttavelli og tjaldsvæði í skipulagsferli.
Um er að ræsða lokun vegtenginga frá þjóðvegi 85 að tjaldsvæði annar vegar og að vallarhúsi hins vegar. Staðsetja þarf vegtengingu frá Auðbrekku að tjaldsvæði og nýtt bílastæði sunnan við kirkjugarðinn.
Framkvæmdanefnd vísar málinu í skipulagsferli til skipulags- og bygginganefndar.

Fundi slitið - kl. 19:15.