Fara í efni

Endurskoðun leiguverðs félagslegra íbúða Norðurþings

Málsnúmer 201708065

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 20. fundur - 23.08.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til hækkunar húsaleigu leiguíbúða í eigu sveitarfélagsins og hvaða leið sé vænlegast að fara til að ákvarða hækkunina.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra hækkun húsaleigu m.v. fast fermetraverð og leggja fram í formlegu skjali á næsta fundi framkvæmdanefndar til samþykktar.

Byggðarráð Norðurþings - 224. fundur - 24.08.2017

Umræða um breytingu á leiguverði íbúða í eigu Norðurþings.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Framkvæmdanefnd - 21. fundur - 13.09.2017

Búið er að framlengja um 3 mánuði á núverandi leiguverði þá samninga sem runnu út um mánaðarmótin ágúst-september (ca. 10 stk). Fyrir liggur að endurnýja þurfi enn fleiri samninga á þessum forsendum um næstu mánaðarmót.
Ákveðið var á síðasta fundi framkvæmdanefndar að útfæra þessar hugmyndir frekar og horfa frekar til hækkunar sem snýr að föstu leiguverði pr. m2 húsnæðis í stað þess að hækkunin verði hlutfallsleg.
Búið er að vinna frekar að málinu og liggja fyrir hugmyndir að útfærslu leiguverðshækkana.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hækkun leiguverðs íbúða sem eru í eigu sveitarfélagsins.
Framkvæmdanefnd samþykkir eftirfarandi breytingu leiguverðs á íbúðarhúsnæði Eignasjóðs.
Húsavík:
2ja herb. íbúð - 1400 kr/m2
3ja herb. íbúð - 1270 kr/m2
4ra herb. og stærri - 1200 kr/m2
Utan Húsavíkur:
2ja herb. íbúð - 800 kr/m2
3ja herb. íbúð - 700 kr/m2
4ra herb. og stærri - 600 kr/m2
Ástæða hækkunar er samræming á leiguverði íbúða og jöfnun leiguverðs íbúða að svipaðri stærð.

Félagsmálanefnd - 15. fundur - 18.09.2017

Tillaga framkvæmdanefndar lögð fram til umræðu.
Félagsmálanefnd leggur áherslu á að leigjendum í félagslega leigukerfinu verði kynntar breytingarnar, og hvaða möguleika þeir hafa til sérstaks húsnæðisstuðnings.

Byggðarráð Norðurþings - 227. fundur - 28.09.2017

Fyrir byggðarráði leggja samþykktar gjaldskrár um leiguverð félagslegra íbúða fyrir næsta ár.
Byggðarráð tekur undir fyrri bókanir framkvæmdanefndar og félagsmálanefndar um málið.

Sveitarstjórn Norðurþings - 74. fundur - 31.10.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar breytingar á leiguverði á íbúðarhúsnæði Eignasjóðs.

Málið var tekið fyrir á 227. fundi byggðarráðs og 15. fundi félagsmálanefndar fyrr í haust.

Á 21. fundi framkvæmdarnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;
Framkvæmdanefnd samþykkir eftirfarandi breytingu leiguverðs á íbúðarhúsnæði Eignasjóðs.
Húsavík:
2ja herb. íbúð - 1400 kr/m2
3ja herb. íbúð - 1270 kr/m2
4ra herb. og stærri - 1200 kr/m2
Utan Húsavíkur:
2ja herb. íbúð - 800 kr/m2
3ja herb. íbúð - 700 kr/m2
4ra herb. og stærri - 600 kr/m2
Ástæða hækkunar er samræming á leiguverði íbúða og jöfnun leiguverðs íbúða að svipaðri stærð.

Til máls tók: Sif

Samþykkt samhljóða.