Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Tilboð í Vallholtsveg 10
201705100
Sveitarstjóri kynnti viðræður við Val ehf. um tilboð þeirra í eignina að Vallholtsvegi 10.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram drög að viljayfirlýsingu um sölu eignarinnar og leggja fyrir byggðarráð að nýju.
2.Kaup Norðurþings á Fiskifjöru 1, 640 Húsavík
201708068
Lagður fram til kynningar kaupsamningur vegna kaupa Norðurþings á fasteigninni Fiskifjöru 1.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum.
3.Lögreglusamþykkt Norðurþings
201603113
Dómsmálaráðuneytið óskar eftir umsögn og afstöðu Norðurþings til umsagnar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um lögreglusamþykkt fyrir Norðurþing.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka tillit til umsagnarinnar og leggja drögin fyrir að nýju.
4.Ósk um hluthafafund
201708066
Byggðarráð óskar eftir hluthafafundi Orkuveitu Húsavíkur vegna breytinga á stjórn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara með umboð Norðurþings á hluthafafundinum.
5.Endurskoðun leiguverðs félagslegra íbúða Norðurþings
201708065
Umræða um breytingu á leiguverði íbúða í eigu Norðurþings.
Lagt fram til kynningar og umræðu.
6.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018
201705145
Umræða um fasteignagjöld, drög að forsendum fjárhagsáætlunar og tekjuáætlun 2018.
Byggðarráð samþykkir framlagðar forsendur fyrir tekjuáætlun, fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun.
Fundi slitið - kl. 17:52.