Fara í efni

Almennt um sorpmál 2017

Málsnúmer 201701101

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 13. fundur - 20.02.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til fyrirhugaðra skipulagsbreytinga í sorpmóttöku ÍG ásamt fyrirhugaðra breytinga á sorphirðuáætlun í Reykjahverfi.
Einnig liggur fyrir hvernig fyrirkomulagi verður háttað varðandi upptöku klippikorta sem taka þarf afstöðu til.
Smári Jónas Lúðvíksson kynnti fyrir framkvæmdanefnd þær breytingar sem fyrirhugaðar eru varðandi sorpmál sveitarfélagsins.
Framkvæmdanefnd samþykkir upptöku klippikorta á því formi sem lagt er upp með og einnig þá breytingu sem fyrirhuguð er varðandi sorphirðu í Reykjahverfi, en hún felur í sér stækkun sorpíláta og fækkun losana á því svæði.
Fyrir liggur tillaga að breytingu á móttökusvæði sorps á Húsavík.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að lágmarka kostnað við þessar breytingar og leggja fyrir næsta fund framkvæmdanefndar.

Framkvæmdanefnd - 17. fundur - 11.05.2017

Almenn umræða um stöðu sorpmála í Norðurþingi
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að taka saman kostnað við söfnun, flutning og förgun sorps og undirbúa næstu skref í sorphirðumálum.

Framkvæmdanefnd - 18. fundur - 15.06.2017

Almenn umræða um upptöku klippikorta ásamt endurdýjun samninga við þá aðila sem sinna sorphirðu í sveitarfélaginu.
Smári Jónas Lúðvíksson fór yfir helstu stærðir í sorphirðumálum það sem af er ári, samanborið við sama tíma á síðasta ári.
Einnig var farið yfir mögulegar hugmyndir að breytingum í sorphirðumálum til framtíðar.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að boða íbúafund þar sem farið verður yfir sorpmál sveitarfélagsins í beinu framhaldi af útgáfu klippikorta.

Framkvæmdanefnd - 20. fundur - 23.08.2017

Sel ehf og Norðurþing áttu fund fyrir skemmstu þar sem rædd voru sorphirðumál austursvæðis til framtíðar. Á fundi framkvæmdanefndar verða kynnt þau mál sem rædd voru á fundinum.
Smári Jónas Lúðvíksson ræðir helstu mál og næstu skref varðandi sorpmál sveitarfélagsins.
Smári Jónas Lúðvíksson fór yfir helstu mál sem snúa að sorphirðu og sorpurðun í sveitarfélaginu.
Gæsahamur er eftir sem áður gjaldskyldur úrgangur, enda hægt að losa þann úrgang í almennt heimilissorp eða með notkun klippikorta í sorpmóttöku.
Stefnt verður að því að flytja inn moltu frá Moltu ehf á Akureyri og almenningi gefinn kostur á að nýta hana.

Framkvæmdanefnd - 21. fundur - 13.09.2017

Lagt fram til kynningar um málefni urðunarstaðar við Kópasker.
Lagt fram til kynningar um fyrirhugaða móttöku á Moltu til almenningsnota í Norðurþingi.
Smári Jónas Lúðvíksson fór yfir stöðu mála varðandi urðunarsvæði við Kópasker og hvaða möguleikar eru í stöðunni til þess að mæta sorpmagni umfram losunarheimildir á svæðinu.
Einnig var farið yfir fyrirhugaða móttöku á moltu úr Eyjafirði og dreyfingu á henni til almennings.

Framkvæmdanefnd - 23. fundur - 15.11.2017

Sorphirðusamningar á Húsavík eru lausir næsta vor og samningar á austursvæðinu renna út um næstu áramót.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um næstu skref varðandi sorpmál sveitarfélagsins.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra sorphirðu á austursvæði Norðurþings með áherslu á flokkun sorps.
Jafnframt að huga að sorphirðu og förgun í sveitarfélaginu til lengri tíma.

Framkvæmdanefnd - 24. fundur - 10.01.2018

Til stendur að framlengja samninga við þá aðila sem sinna sorphirðu í sveitarfélaginu og er markmiðið að þeir verði lausir á sama tíma. Gert verður ráð fyrir að gildandi samningar verði framlengdir til vors 2019.
Liggur sú ákvörðun aðallega í því að ljóst þykir að ekki tekst að undirbúa nýtt útboð fyrir vorið 2018.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ræða við Sel sf. varðandi framlengingu sorpsamnings og möguleika á aukinni flokkun sorps á austursvæði Norðurþings.