Fara í efni

Framkvæmdanefnd

18. fundur 15. júní 2017 kl. 16:00 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Arnar Guðmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufullt
  • Gestur
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá
Smári Jónas Lúvíksson og Ketill Árnason sátu fundinn undir liðum 1, 5, 6 og 12.

1.Almennt um sorpmál 2017

Málsnúmer 201701101Vakta málsnúmer

Almenn umræða um upptöku klippikorta ásamt endurdýjun samninga við þá aðila sem sinna sorphirðu í sveitarfélaginu.
Smári Jónas Lúðvíksson fór yfir helstu stærðir í sorphirðumálum það sem af er ári, samanborið við sama tíma á síðasta ári.
Einnig var farið yfir mögulegar hugmyndir að breytingum í sorphirðumálum til framtíðar.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að boða íbúafund þar sem farið verður yfir sorpmál sveitarfélagsins í beinu framhaldi af útgáfu klippikorta.

2.Undirbúningur styrkumsóknar fyrir austursvæði

Málsnúmer 201706083Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort setja skuli undirbúning og útboðsgerð ljósleiðara um Kelduhverfi, Öxarfjörð og Sléttu í hendurnar á verkfræðistofunni Eflu.
Framkvæmdanefnd samþykkir að fela verkfræðistofunni Eflu að undirbúa styrkumsókn til fjarskiptastofnunnar vegna lagningu ljósleiðara um Kelduhverfi, Öxarfjörð og Sléttu.

3.Borgarhólsskóli - Viðhald 2017

Málsnúmer 201706084Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvaða viðhald Borgarhólsskóla skuli sett í forgang á þessu ári.
Það sem fyrirliggjandi er og búið er að setja af stað með:
1. Breyting á salernisaðstöðu við námsver - 3 milljónir.
2. Málning glugga að utan - Kostnaður ekki þekktur.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðuna á viðhaldsverkefnum eignasjóðs.

4.Þjónustumiðstöð Húsavík - Staða

Málsnúmer 201702125Vakta málsnúmer

Umræða um stöðu mála og tímasetning fyrsta fundar verkefnahóps um málefni þjónustumiðstöðvar.
Vinnuhópur ákveður að funda um málefni áhaldahúss næstkomandi mánudag kl. 14:00.

5.Skógræktarfélag Reykhverfinga óskar eftir að gera styrktar-samkomulag við Norðurþing

Málsnúmer 201706001Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til erindis Skógræktarfélags Reykhverfinga um styrktarsamning vegna skógræktar í kringum Heiðarbæ.
Framkvæmdanefnd felur garðyrkjustjóra að veita Skógræktarfélagi Reykhverfinga ráðgjöf um umrædd svæði.

6.Athugasemdir varðandi þjónustu íslenska Gámafélagsins í Norðurþingi

Málsnúmer 201706058Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til erindis varðandi þjónustu Íslenska Gámafélagsins í Norðurþingi.
Erindið var lagt fram til kynningar.
Formanni framkvæmdanefndar ásamt starfsmönnum framkvæmdanefndar falið að svara bréfritara.

7.Erindi til framkvæmdarnefndar Norðurþings vegna ósk um uppsetningu hraðahindrunar á efri hluta Uppsalavegar

Málsnúmer 201706070Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til erindis varðandi uppsetningu hraðahindrunar á Uppsalavegi.
Framkvæmdanefnd hafnar erindi um uppsetningu hraðahindrunar á Uppsalavegi, en mun reyna önnur úrræði til þess að ná niður hraða í götunni.

8.Áningastaðir - uppbygging innviða

Málsnúmer 201705157Vakta málsnúmer


Stjórnvöld hafa nýlega úthlutað fjármagni til að standa straum af kostnaði við að setja upp og reka salerni á völdum stöðum víða um land. Verkefnið er tímabundið og mun vara í fjóra mánuði, þ.e. frá 1. júní til 30. september á þessu ári. Vegagerðinni hefur verið falin umsjón og framkvæmd verkefnisins sem felst m.a. í að afla tilboða í uppsetningu og rekstur á þurrsalernum sem staðsett verða á 15 áningarstöðum sem Vegagerðin hefur útbúið við vegi landsins. Tilboðin innihalda uppsetningu, leigu og að fjarlægja salernin í lok tímabilsins. Einnig á viðkomandi verktaki að sjá um alla þjónustu við salernin eins og regluleg þrif, losun úr söfnunartanki, viðgerð á skemmdum og annað sem tilheyrir rekstri á þurrsalernum.

Sótt hefur verið um starfsleyfi fyrir tímabundna salernisaðstöðu á áningarstöðum Vegagerðarinnar til viðkomandi Heilbrigðiseftirlits og samið hefur verið við Gámaþjónustuna hf. um að útvega- og sinna salernunum á svæði sveitarfélagsins fyrir tímabilið.

Þeir staðir sem ráðgert er að setja upp tímabundna salernisaðstöðu í sveitafélaginu eru:

Við Jökulsá á Fjöllum (Grímsstaðir)

Lagt fram til kynningar.

9.Uppbygging hraðhleðslustöðva í Norðurþingi

Málsnúmer 201705187Vakta málsnúmer

Vistorka, Eimur og Norðurorka í samstarfi við 11 sveitarfélög á Norðurlandi sendu 30. september 2016 til Orkusjóðs, umsókn um styrk til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi. Farin var sú leið að tengja saman í eina umsókn opinbera aðila á svæði sem telur vel yfir 30 þúsund manns og teygir sig yfir allt Norðurland. Þetta var gert til að tryggja lágmarks þjónustustig fyrir rafbíla á svæðinu og að uppbyggingin yrði örugglega samræmd og heildstæð.
Framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samninga við ON varðandi uppbyggingu innviða fyrir rafbíla í sveitarfélaginu.

10.Skýrsla um könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201705189Vakta málsnúmer

Kynning á skýrslu um könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2016
Skýrsla könnunar á leiguíbúðum sveitarfélaga 2016 lögð fram til kynningar.

11.Breyttur umferðarþungi á stofnbrautum Húsavíkur

Málsnúmer 201609159Vakta málsnúmer

Umferðaröryggismál við íþróttavöll à Húsavík.
> - staða màla með hraðahindrun eða hraða minnkandi aðgerðir við sundlaug.
> - enn er óleyst hvernig tryggja à öryggi gangandi vegfaranda úr efri brekkum sem eru að fara að vallarhúsi. Gangandi vegfarendur og sérstaklega börn munu leytast við að fara sem stystu leið að vellinum. Búið er að fara í aðgerðir til að tryggja öryggi þeirra sem koma úr suður bænum en þessi vandi er óleystur.
Framkvæmdanefnd samþykkir að sett verði upp þéttbýlishlið ásamt hraðahindrun norðan Baldursbrekku þar sem ekið er inn í bæinn að norðanverðu. Jafnframt verði sett gangbraut gegnt vallarhúsi yfir Héðinsbraut. Brýnt er að verkið verði unnið sem allra fyrst.
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að boða fund með Vegagerðinni hið fyrsta.

12.Veiðileyfi göngusilungs í sjó fyrir landi Húsavíkur 2017

Málsnúmer 201706086Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um gjald fyrir silungsveiði í sjó fyrir landi Húsavíkur árið 2017.
Framkvæmdanefnd samþykkir að veiðigjald fyrir silungsveiði fyrir landi Húsavíkur verði kr. 20.000. Endurgreiðsla að upphæð kr. 10.000 gegn skilum á veiðiskýslu í lok veiðitímabils.
Framkvæmdanefnd vísar málinu til samþykktar hjá sveitarstjórn.

13.Ósk um heimild til notkunar á efni úr suðurfjöru í framkvæmdir við gufuaflsvirkjun á Þeistareykjum

Málsnúmer 201706087Vakta málsnúmer

Landsvirkjun óskar eftir heimild til efnistöku úr Suðurfjöru.
Framkvæmdanefnd samþykkir efnistöku úr Suðurfjöru í þessu tilviki vegna sérstkra aðstæðna. Almennt er þó efnistaka bönnuð í Suðurfjöru.

Fundi slitið - kl. 18:15.