Fara í efni

Erindi til framkvæmdarnefndar Norðurþings vegna ósk um uppsetningu hraðahindrunar á efri hluta Uppsalavegar

Málsnúmer 201706070

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 18. fundur - 15.06.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til erindis varðandi uppsetningu hraðahindrunar á Uppsalavegi.
Framkvæmdanefnd hafnar erindi um uppsetningu hraðahindrunar á Uppsalavegi, en mun reyna önnur úrræði til þess að ná niður hraða í götunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 3. fundur - 10.07.2018

Fyrir liggur erindi frá íbúum að Uppsalavegi 21 um uppsetningu hraðahindrunar í götunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir áhyggjur af umferðarhraða en er ekki reiðubúið að setja niður hraðahindrun að svo stöddu.

Byggðarráð Norðurþings - 261. fundur - 16.08.2018

Á 3. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings þann 10. júlí 2018 var tekið fyrir erindi frá Kristjáni Pálssyni og Rannveigu Benediktsdóttur vegna óskar um uppsetningu hraðahindrunar á efri hluta Uppsalavegar. Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
"Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir áhyggjur af umferðarhraða en er ekki reiðubúið að setja niður hraðahindrun að svo stöddu." Í svarbréfi ráðsins segir jafnframt; "Afgreiðsla ráðsins er gerð með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar Norðurþings og verður þér gert viðvart verði afgreiðslan á annan veg í sveitarstjórn er hér er tilkynnt."
Í meðfylgjandi erindi er óskað eftir því að sveitarstjórn bregðist við í samræmi við áhyggjur skipulags- og framkvæmdaráðs.
Óli Halldórsson leggur fram eftirfarandi tillögu;
Erindi bréfritara verði samþykkt og hraðahindrun verði komið upp á efri Uppsalavegi fyrir 15. september n.k.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.