Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

3. fundur 10. júlí 2018 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varaformaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Þór Briem varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir skjalafulltrúi
Dagskrá

1.Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings 2010-2030

Málsnúmer 201807025Vakta málsnúmer

Skv. 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn meta hvort tilefni sé til að fara í endurskoðun gildandi aðalskipulags.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að tilefni sé til að endurskoða aðalskipulag Norðurþings 2010-2030. Þar kemur til að þegar er búið að gera allmargar minniháttar breytingar á aðalskipulaginu á undanförnum árum, en einnig telur ráðið að tilefni sé til að móta skýrari stefnu á nokkrum sviðum í aðalskipulagi.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afla tilboðs í verkið.

2.Deiliskipulag Núpsmýri í Öxarfirði

Málsnúmer 201803144Vakta málsnúmer

Fyrir liggja frumdrög að deiliskipulagi fiskeldis í Núpsmýri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að boða til kynningarfundar í samstarfi við framkvæmdaraðila um skipulagshugmyndir í ágúst áður en skipulagstillaga verður tekin til formlegrar umfjöllunar í nefndinni.

3.Erindi frá Menningarmiðstöð Þingeyinga varðandi merkingar/auglýsingar fyrir Safnahúsið á hafnarsvæðinu

Málsnúmer 201806236Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að setja upp frístandandi skilti, 1x1,5 m² að stærð á hafnarsvæðinu. Einnig er óskað eftir leyfi til að setja allt að 4 m² veggskilti á suðurvegg verbúða (Hafnarstétt 17). Fyrir liggur frumhugmynd að skilti á verbúðarvegg.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar fyrir sitt leyti uppsetningu fyrirhugaðs skiltis á suðurstafn verbúðarhúss. Ráðið leggst gegn hugmyndum um frístandandi skilti á hafnarsvæðinu.

4.Sýslumaðurinn á norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir Hraunbrún

Málsnúmer 201807027Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar fyrir allt að fjóra í Hraunbrún í Kelduhverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

5.Ósk um framlengingu samnings vegna lóðarinnar að Dvergabakka 4

Málsnúmer 201807040Vakta málsnúmer

PCC BakkiSilicon hefur óskað eftir því við Norðurþing að samningur vegna lóðarinnar að Dvergabakka 4 verði framlengdur um 3 ár. Beiðni PCC er að halda eftir tveimur skálum vestast á þeirri lóð tímabundið til ársloka 2021. Nú þegar hefur verið veitt leyfi fyrir því að annar skálinn fái að standa áfram á lóðinni. Fyrir liggur samningur milli félagsins og Norðurþings um afnot lóða við Dvergabakka undir vinnubúðir og er þess óskað að hann verði uppfærður til að heimila áframhaldandi leyfi fyrir umræddum tveimur gistiskálum á lóðinni að Dvergabakka 4 en öðrum lóðum við Dvergabakka verði skilað til sveitarfélagsins um næstu áramót. Fyrir liggja drög að viðbótarsamningi vegna framlengingar leigu á Dvergabakka 4 og skila á öðrum lóðum.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að PCC BakkiSilicon verði veitt áframhaldandi afnot af lóðinni að Dvergabakka 4 og að umræddir skálar fái að standa til ársloka 2021. Ráðið hefur einnig kynnt sér drög að viðbótarsamningi vegna lóðarinnar og fellst á ákvæði hans.

6.Ærslabelgir - Leikvellir Norðurþings

Málsnúmer 201806062Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð leggur til að keyptir verði tveir 100 m2 ærslabelgir í Norðurþing og settir á lóð Borgarhólsskóla og á Kópaskeri. Hverfisráði Öxarfjarðar falið að ákveða staðsetningu á Kópaskeri. Einnig er áhugi á því að kaupa þriðja ærslabelginn og staðsetja á Raufarhöfn á næsta ári og hverfisráði Raufarhafnar falið að ákveða staðsetningu. Málinu vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings.

Skipulags- og framkvæmdaráð finnst ærslabelgir skemmtilegir og vísar málinu til framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2019.

7.Lúpínuverkefni í landi Húsavíkur

Málsnúmer 201806111Vakta málsnúmer

Að höfðu samráði við garðyrkjustjóra sveitarfélagsins, hefur verið heimiluð uppsetning beitarhólfa í nágrenni Skálatjarnar í landi Norðurþings.
Um er að ræða verkefni sem snýr að því að kanna áhrif beitar sauðfjár á lúpínu í því markmiði að hefta útbreiðslu hennar.
Beitarhólfin verða staðsett í samráði við garðyrkjustjóra.
Lagt fram til kynningar.

8.Malbikunarframkvæmdir í Norðurþingi sumarið 2018

Málsnúmer 201806112Vakta málsnúmer

Á 256. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað;
Byggðaráð vísar erindinu aftur til skipulags- og framkvæmdaráðs. Óskað er eftir að tillaga verði unnin að uppfærðri framkvæmda- og viðhaldsáætlun og áhrif umræddra malbikunarframkvæmda útlistuð í henni.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að taka upp framkvæmdaáætlun 2018. Frekari umræða er fyrirhuguð á næsta fundi ráðsins.

9.Reykjaheiðarvegur - malbikun

Málsnúmer 201807037Vakta málsnúmer

Eftirfarandi bókun er frá fundi framkvæmdanefndar þann 12.02.2018.
Framkvæmdanefnd samþykkir að framkvæmdum við uppbyggingu Reykjaheiðarvegar verði frestað þar til niðurstaða í skaðabótakröfu á hendur OH liggur fyrir. Undirbúningi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Reykjaheiðarveg verður þó haldið áfram.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kynna ráðinu hvar málið er statt fyrir lok október 2018.

10.Ruslatunnur í Norðurþingi.

Málsnúmer 201807038Vakta málsnúmer

Það er mikilvægt öllum samfélögum að íbúar og ferðamenn hafi aðgang að ruslatunnum í almannarými. Skoða þarf hvort bæta þurfi aðgang að þeim og hvort vænlegt sé að fara í ruslatunnur sem bjóða upp á flokkun.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna að nauðsynlegum úrbótum varðandi aðgengi að ruslatunnum á áningarstöðum í þéttbýli í sveitarfélaginu. Jafnframt felur ráðið umhverfisstjóra að teikna upp kort af því hvar ruslatunnur eru aðgengilegar í dag og afla upplýsinga um flokkunartunnur fyrir næsta ráðsfund.

11.Erindi til skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings vegna óskar um uppsetningu hraðahindrunar á efri hluta Uppsalavegar

Málsnúmer 201706070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá íbúum að Uppsalavegi 21 um uppsetningu hraðahindrunar í götunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir áhyggjur af umferðarhraða en er ekki reiðubúið að setja niður hraðahindrun að svo stöddu.

12.Fyrirspurn varðandi gangstéttir við Lyngholt á Húsavík

Málsnúmer 201612066Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá íbúum að Lyngholti 10 vegna gangstéttagerðar í götunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara erindinu skriflega með þeim rökum sem fyrir liggja.

13.Jafnlaunakönnun fyrir Norðurþing

Málsnúmer 201703088Vakta málsnúmer

Kynnt var niðurstaða jafnlaunakönnunar samkvæmt tilvísun frá fjölskylduráði. Samkvæmt könnuninni er ekki marktækur munur á dagvinnulaunum karla og kvenna hjá Norðurþingi sem er gleðiefni. Hinsvegar er 8,8% marktækur munur á heildarlaunum kynja þegar horft er til sambærilegra starfa.
Skipulags- og framkvæmdaráð hvetur sveitarstjórn til að taka mark á niðurstöðum þessarar könnunar og fá Jafnréttisstofu til samráðs varðandi aðgerðaáætlun til að leiðrétta mun á heildarlaunum karla og kvenna.

Fundi slitið - kl. 15:15.