Fara í efni

Reykjaheiðarvegur - malbikun

Málsnúmer 201807037

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 3. fundur - 10.07.2018

Eftirfarandi bókun er frá fundi framkvæmdanefndar þann 12.02.2018.
Framkvæmdanefnd samþykkir að framkvæmdum við uppbyggingu Reykjaheiðarvegar verði frestað þar til niðurstaða í skaðabótakröfu á hendur OH liggur fyrir. Undirbúningi vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Reykjaheiðarveg verður þó haldið áfram.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kynna ráðinu hvar málið er statt fyrir lok október 2018.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 16. fundur - 27.11.2018

Í byrjun nóvember s.l. var völdum lóðarhöfum við Reykjaheiðarveg, Fossvelli og Sólvelli send tillaga að breytingum lóðarmarka lóða þeirra. Breytingar sneru í grunninn að því lagfæra lóðarmörk við Reykjaheiðarveg vegna fyrirhugaðrar gatnagerðar. Einnig voru kynntar hugmyndir að því að deila út til aðliggjandi lóðarhafa opnu svæði milli Reykjaheiðarvegar og Fossvalla þar sem áður var leikvöllur. Haldinn var kynningarfundur vegna þessara breytinga á sveitarstjórnarskrifstofunni þann 21. nóvember þar sem mættu meirihluti lóðarhafa. Skipulags- og byggingarfulltrúi og umhverfisstjóri kynntu umræður á þeim fundi. Á fundinum kom m.a. fram vilji fyrir því að opna svæðinu verði haldið áfram óskertu sem leiksvæði, en þess óskað að sveitarfélagið jafnaði það til að gera það þægilegra í umhirðu og notkun.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur embættismönnum að útbúa tillögur að lóðarblöðum fyrir þær lóðir sem breyta þarf vegna fyrirhugaðrar gatnagerðar. Ráðið vill einnig bjóða þeim lóðarhöfum á svæðinu sem áhuga hafa stækkun lóða sinna inn á opna svæðið milli Reykjaheiðarvegar og Fossvalla til samræmis við fyrirliggjandi hugmyndir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 17. fundur - 04.12.2018

Fyrir liggur erindi frá íbúum við Reykjaheiðarveg þar sem farið er fram á að lokið verði við yfirborðsfrágang svæðisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar íbúum við Reykjaheiðarveg erindið.
Beðið er niðurstöðu dómskvadds matsmanns varðandi áhrif framkvæmda við Reykjaheiðarveg og meðan svo er, þá verður ekki tekin afstaða í málinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 27. fundur - 26.03.2019

Nú liggja fyrir tillögur að breyttum mörkum lóða við Reykjaheiðarveg, Sólvelli, Iðavelli og Fossvelli sem unnin hafa verið í tengslum við fyrirhugaða gatnagerð við Reykjaheiðarveg.

Kristinn Jóhann vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarhöfum eftirtalinna lóða verði boðin endurnýjun lóðarleigusamninga á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaða:

Reykjaheiðarvegur 2, 3, 4, 5, 6, 8 og 10
Fossvellir 17, 19 og 23.
Iðavellir 10
Sólvellir 2, 4, 6, 7

Sveitarstjórn Norðurþings - 91. fundur - 16.04.2019

Á 27. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs voru kynntar tillögur að breyttum mörkum lóða við Reykjaheiðarveg, Sólvelli, Iðavelli og Fossvelli sem unnin voru í tengslum við fyrirhugaða gatnagerð við Reykjaheiðarveg.

Kristinn Jóhann vék af fundi við afgreiðslu erindisins, en ráðið leggur til við sveitarstjórn að lóðarhöfum eftirtalinna lóða verði boðin endurnýjun lóðarleigusamninga á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaða:

Reykjaheiðarvegur 2, 3, 4, 5, 6, 8 og 10
Fossvellir 17, 19 og 23.
Iðavellir 10
Sólvellir 2, 4, 6, 7
Til máls tóku;
Hjálmar Bogi, Örylgur Hnefill og Silja.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 33. fundur - 28.05.2019

Fyrir liggja drög að hönnun og kostnaðaráætlun vegna gatnagerðar við Reykjaheiðarveg.

Ekki er gert ráð fyrir kostnaði við áhættugreiningu sem fara þarf fram, í meðfylgjandi kostnaðaráætlun.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja útboðsferli að lokinni áhættugreiningu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 40. fundur - 13.08.2019

Fyrir liggja uppfærð hönnunargögn vegna yfirborðsfrágangs við Reykjaheiðarveg ásamt tillögu að breytingum á afmörkun lóðar við Reykjaheiðarveg 10 sem nauðsynlegar eru í tengslum við fyrirhugaðar gatnaframkvæmdir.
Uppfærð kostnaðaráætlun ásamt magnskrá verður lögð fram til kynningar að loknum sumarfríum.
Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til fyrirliggjandi gagna.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gögn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 43. fundur - 11.09.2019

Fyrir liggja hönnunargögn og kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Reykjaheiðarveg.
Óskað er ákvörðunar um tímasetningar útboðs og áætlaðan framkvæmdatíma verksins.
Tillaga um útboð framkvæmda við Reykjaheiðarveg.
Nú liggja fyrir útboðsgögn er varða endanlegan frágang Reykjaheiðarvegar. Undirritaður leggur til að að verkið verði boðið út í heild sinni á næstunni. Þannig verði fullnaðarfrágangi á Reykjaheiðarvegi bætt við þann verkhluta sem áætlaður hafði verið í fyrsta áfanga og verkið þannig boðið út í einni heild. Að því gefnu að samningar náist við verktaka verði verklok framkvæmdarinnar í heild eigi síðar en í október 2020.
Guðmundur Halldórsson.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs samþykkir tillögu Guðmundar.

Heiðar Hrafn, Hjálmar Bogi og Kristján Friðrik óska bókað;

Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2019 gerði sannarlega ráð fyrir fjármunum í Reykjaheiðarveg á Húsavík og óhætt að undirbúa verkefnið áfram. Nú er ljóst að stefnir í framúrkeyrslu er að ræða í framkvæmdaáætlun. Tekjuáætlun sveitarfélagsins mun ekki standast. Þá liggur fyrir að framkvæmdafé dugar ekki til að fara í þessa framkvæmd og er óráðlegt að ákveða á þessum tímapunkti að fara í framkvæmdina fyrir fjárhagsárið 2020 enda liggur ekki fyrir hver fjárhagsrammi ráðsins er fyrir það ár. Auk þess eru mörg stór verkefni ráðgerð árið 2020, s.s. nýtt hjúkrunarheimili, útivistarsvæðið við Reyðarárhnjúk, íbúða-/þjónustukjarni við Pálsgarð, framkvæmdir við Suðurgarð í Húsavíkurhöfn og fleiri verkefni og kostnaður við þau afar óljós.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 57. fundur - 04.02.2020

Til kynningar fyrir skipulags- og frakmvæmdaráði eru þau tilboð sem bárust í verkefnið "Gatnaframkvæmdir við Reykjaheiðarveg" sem sett hefur verið á framkvæmdaáætlun 2020.
Heiðar Hrafn Halldórsson, Hjálmar Bogi Hafliðason og Kristján Friðrik Sigurðsson bóka eftirfarandi:
Áhættumat vegna framkvæmdarinnar er fyrst núna að birtast ráðinu til kynningar. Það er því ástæða til að fresta ákvörðun um framhald verksins að svo stöddu.

Kristinn Jóhann Lund tekur undir bókunina.

Skipulags- og framkvæmdaráð frestar ákvörðunartöku þangað til að frekari kynning á áhættumati liggur fyrir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 58. fundur - 11.02.2020

Á fundinn mætir Ragnar Bjarnason frá Verkís og kynnir áhættumat og forsendur þess fyrir ráðinu. Málinu var frestað frá 57. fundi ráðsins.
Ragnar Bjarnason frá Verkís kynnir forsendur þess áhættumats sem fyrirhugað er að unnið verði eftir í tengslum við gatnagerð við Reykjaheiðarveg. Tilgangur áhættumats er að meta og bregðast við áhættuþáttum með viðeigandi hætti til þess að lágmarka líkur á óvæntum frávikum.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Ragnari fyrir kynninguna og felur jafnframt framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá verksamningi við lægstbjóðanda.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 202. fundur - 20.02.2020

Til kynningar fyrir stjórn OH er samanburður tilboða sem bárust í verk sem snýr að gatnagerð og endurnýjun veitulagna við Reykjaheiðarveg ásamt helstu verkgögnum sem tengjast verkinu.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 79. fundur - 06.10.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja til kynningar, fundargerðir verkfunda vegna gatnaframkvæmda við Reykjaheiðarveg.
Lagt fram til kynningar.